Laugardagur, 2. desember 2017
Björt framtíð og samfélagsmiðlapólitík
Samfélagsmiðlapólitík er nýta sér stundarblossa í umræðunni til fylgisaukningar. Fyrir kosningarnar 2016 kastaði Björt framtíð sér á slíkan stundarblossa, búvörusamninginn, og bjargaði sér inn á þing. Auðvitað man enginn eftir búvörusamningnum.
Í september 2017 átti að endurtaka leikinn. Björt framtíð sat í ríkisstjórn en mældist ekki með neitt fylgi. Á næturfundi var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu þegar hægt var að stökkva á annan umræðublossa, meinta leyndarhyggju vegna eldgamalla laga um uppreisn æru.
En Björt framtíð tapaði veðmálinu. Fólk keypti ekki útskýringar flokksins og fannst hann tækifærissinnaður smáflokkur án kjölfestu og málefna. Björt framtíð féll af þingi og kemst þangað ekki aftur. Samfélagsmiðlapólitík er í besta falli skammtímaávinningur.
Kosið of snemma um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi er fólk að sjá tilgangsleysi í þessu póliríska upphlaupsliði sem þykist hafa einhverjar hugsjónir eins og Björt heldur fram. En ég kem ekki auga á annað en upphlaup og tilraunir til keilusláttar sem engan tilgang hafa nema að reyna að slá ryki í augu einhverra. En það tókst alls ekki á næturfundinum og vonandi hættir svoleiðis að virka á nokkurn mann. Póliík er nefnilega langhlaup og list þss mögulega. Þetta er starf sem miðar að þ´vi að bæta hæutina ekli að sprengja og eyðileggja eins og gjarnan er háttur hins ábyrgðarlausa kratisma sem enga pólitíska staðfestu hefur heldur aðeins upphlaup og sýndarmennsku
Halldór Jónsson, 2.12.2017 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.