Mánudagur, 27. nóvember 2017
Vg: Varaformaður óskar friðar, Sóley boðar ófrið
Varaformaður Vinstri grænna vonast eftir friði fyrir nýja ríkisstjórn undir forystu flokksins. Sóley Tómasdóttir fyrirverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna efnir á hinn bóginn til ófriðar með því að tortryggja smæstu atriði og biðja um liðstyrk fjölmiðla að gera úlfalda úr mýflugu.
Vísir segir frá tísti Sóleyjar þar sem hún furðar sig á því að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki skrifað undir áskoranir kvenna um mótmæli við kynferðisáreiti í stjórnmálum. Tístið er gagngert til að efna til ófriðar.
Í frétt Vísis kemur fram að málið er á misskilningi byggt.
En það er enginn misskilningur að Sóley velur átök þegar friður er í boði. Sumir þrífast einfaldlega best í ófriði.
Hafa siglt fyrir flestar víkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver veit nema ofbeldisseggirnir í VG flytji sig yfir í Samfó og sætti sig við undirróðurinn og róginn. Nú, eða stofni bara byltingarflokk. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeir takast á við missi glæpsins (krónískt að vera á móti). Það kostar að taka á sig ábyrgð.
Ragnhildur Kolka, 27.11.2017 kl. 15:19
Kynferðisáreiti er eitt.
KynferðisáreitNi er annað.
Skyldu menn ekki fara að læra þetta? Já, og það er aldrei farið erlendis
Flosi Kristjánsson, 27.11.2017 kl. 15:32
"svo lengist lærið sem lifir" Flosi! Sýnist fjölmiðlar nota báðar útgáfurnar í frásögnum um sama efni.. Er þá það fyrra so.og seinna no?
Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2017 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.