Hrunið var frjálslynt: Þorgerður K. og Ingibjörg Sólrún

Bankahrunið stafaði ekki af stjórnlyndi heldur frjálslyndi. Í nafni frjálslyndis óx veldi auðmanna á kostnað almannavaldsins.

Þegar ,,litla kreppan" reið yfir árið 2006 var almannavaldið svo lemstrað og illa farið að engin tök voru að hemja frjálslynda auðræðið. Þvert á móti var mynduð ári síðar Baugsstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem var eins og leir í höndum auðmanna.

Vinkonurnar frjálslyndu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar bjuggu til ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Varaáætlun vinkvennanna var sú sama, að Ísland yrði ESB-ríki eftir að frjálslyndið skildi eftir sig sviðna jörð þar sem áður stóð lýðveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar mönnum er mikið niðri tjá þeir sig oft með orðunum "Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta".Enn situr þó í manni áminningin um hvað það er ljótt að hlægja að óförum annara,en "Bessi gamli" leyfir það þegar almenningur heldur enn þá sínu hjartfólgna Íslandi,án þess að ganga af göflunum eins og í útlöndum.

Grátlegt að horfa upp á sviðna jörð ofríkis,aflanna.

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2017 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband