Logi hótar forseta Snorratökum

Einlægasti aðdáandi tjáningarfrelsisins norðan Alpafjalla, Logi Einarsson formaður Samfylkingar, tekur upp á því í eintali á Facebook að skipa forseta lýðveldisins til verka.

Logi telur forseta ekki nógu hallan undir samfylkingarpólitík.

Ef Logi mætti ráða yrði forsetinn samstundis rekinn, líkt og grunnskólakennarinn sem ekki var á sama máli og formaður Samfylkingar.


mbl.is „Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Greyið hann Logi.. langaði svo að verða í stjórn og verða kannski ráðherra...

SEM BETUR FER EKKI !!!!

Meira að segja Forsetin sér vandamálið

Birgir Örn Guðjónsson, 23.11.2017 kl. 21:29

2 Smámynd: Hrossabrestur

Samfylkingarpakkið hefur þegar kostað þjóðfélagið nóg, best það haldi sig til hlés og þegi.

Hrossabrestur, 23.11.2017 kl. 21:45

3 Smámynd: Aztec

Hvers vegna í ósköpunum ætti forsetinn að missa þolinmæðina? Eftir því sem maður getur bezt séð miðar stjórnarmyndunarviðræðunum sæmilega vel, ekkert gert í flýti því ekkert liggur á.

Ég tek það fram að ég kaus engan af þessum þrem flokkum og ég vildi frekar hafa séð 4ra flokka BDFM stjórn, en það varð ekki úr. Ég vona bara að fyrst Bjarni, Sigurður og Katrín eru að vanda sig svona mikið, að þá muni stjórnarsáttmálinn samanstanda af því bezta af stefnumálum þessara þriggja flokka og ekki lægstu samnefnurum.

En ánægjulegast verður þó að Jihadistaflokkurinn hans Loga mun ekki fá neina aðild að neinu.

- Pétur D.

Aztec, 23.11.2017 kl. 22:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú hafa sex pistlar um mismunandi ávirðingar Loga Más Einarssonar birst á ellefu dögum.

Það má varpa því fram, úr því að þetta er það slæmur maður að hann "skipti um konur eins og sokka" og hóti forseta Íslands öllu illu, hvort það sé ekki hægt að gera pistil um Loga að daglegu brauði undir kjörorðinu: Einn pistill um Loga á dag kemur líðaninni í lag.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2017 kl. 00:05

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ómar minn, pistlar um Loga koma yfirleitt fram eftir einhver misviturleg ummæli frá honum. Enda er manninum einstaklega lagið að tjá sig á þann veg að ástæða er til gagnrýni, auk þess að búa við frekar leiðinlega fortíð. 

Það nenna fáir að skrifa um þennan mann að ástæðulausu.

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2017 kl. 08:21

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Málefnalegur og kurteis eins og vanalega Páll.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.11.2017 kl. 16:13

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Er Logi að skipa einhverjum fyrir. Hverskonar bull er þetta. Hér er það sem Logi sagði:

"

Núverandi stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur, án formlegs umboðs frá forseta og enn virðist ekki sjást til lands. Fulltrúar þeirra flokka sem að þeim standa segja að enn séu stór ágreiningsmál óleyst og fólk verði bara að gefa sér rýmri tíma.

Í viðræðum stjórnarandstöðunnar, þar sem Katrín hafði formlegt umboð forseta, fundu sömu fulltrúar helst að því annars vegar að flokkarnir væru svo viljugir til sátta að þeir treystu sér ekki til að starfa með þeim. Hins vegar að forsetinn væri svo óþolinmóður að það yrði að klára þetta á sem stystum tíma.

Formlegum viðræðum var þá slitið eftir þrjá daga."

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.11.2017 kl. 17:25

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni á að L-listinn var í meirihluta þegar að Snorri var rekinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.11.2017 kl. 17:29

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aðför Loga að Snorra var sannarlega í anda Stalíns, en ég sé ekkert athugavert við þessar vangaveltur hans. Vandamálið er að þjóðin virðist þjást af svo alvarlegum geðklofa, að hún kýs svo mikið út og suður að það er ekki hægt að mynda stjórn.

Theódór Norðkvist, 24.11.2017 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband