Mæður feðraveldisins

Enginn karlmaður verður hluti af feðraveldinu án þess að hafa fyrst átt móður. Ríkjandi viðhorf í samskiptum fólks, innan kynja og á milli þeirra, verða ekki til upp úr þurru. 

Við vitum að ríkjandi viðhorf taka breytingum. Fyrir áttunda áratug síðustu aldar var t.a.m. ráðandi það sjónarmið að konur færu ekki í háskólanám. Núna, hálfri öld síðar, er hlutfall kynjanna í háskólanámi 60/40 konum í vil.

Í umræðunni um bætt samskipti fólks í félagsstörfum, eins og á vettvangi stjórnmálanna, næst meiri árangur ef öðru kyninu er ekki stillt upp sem fórnarlömbum en hinu sem yfirgangsseggjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Konur eru ekki lengur passífar í samskiptum kynjanna hvað þá heldur fórnarlömb. Þær leita sjálfar stundum á karla. Það er ekkert óeðlilegt við það enda viljum við ekki kveða kynhvötina alveg niður. Fólk þarf bara að læra að vísa frá óvelkominni hegðun sem óhjákvæmilega hlýtur alltaf að fylgja í bland við þá velkomnu. Valið stendur um að vilja eða ekki. 

Ragnhildur Kolka, 22.11.2017 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband