Mánudagur, 20. nóvember 2017
Vestrćna frjálslyndiskreppan hremmir Ţjóđverja
Vestrćnt frjálslyndi er í ógöngum. Brexit, ţ.e. úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, sigur Trump í Bandaríkjunum og hrun flokkakerfisins í Frakklandi eru allt einkenni ţessarar kreppu. Ţýsk stjórnmál eru yngsta fórnarlambiđ.
Frjálslynda kreppan birtist í andófi gegn alţjóđvćđingu, andstöđu viđ innflytjendastraum, og vantrausti pólitíska forystu síđustu áratuga. Kreppan er ekki ađeins pólitísk, hún er ekki síđur menningarleg. Vestrćnar ţjóđir eru í leit ađ nýrri sjálfsmynd.
Ţjóđverjar eru í stjórnarkreppu í fyrsta sinn eftir seinna stríđ. Der Spiegel vísar í Weimar-lýđveldiđ í sögulegri tilvísun. Weimar-lýđveldiđ var millibilsástand eftir fyrra stríđ, áđur en Hitler fékk völdin.
Vestrćna frjálslyndiđ óx upp međ velferđarríkinu eftir seinni heimsstyrjöld og í skjóli kalda stríđsins. Aldarfjórđungur er síđan kalda stríđinu lauk međ ţíđu. Jákvćđ túlkun á kreppu vestrćns frjálslyndis er ađ hún sé vorleysing er gangi yfir á tveim til ţrem áratugum. Rétt er ađ halda í bjartsýnina enn um stund.
Evran lćkkar í kjölfar viđrćđuslita | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.