Vinstri grænir töpuðu 50% fylgi á Samfylkingarstjórn

Vinstri grænir fóru í ríkisstjórn með Samfylkingu vorið 2009 með rúmlega 20 prósent fylgi. Fjórum árum seinna töpuðu þeir helmingnum af því fylgi, fengu 10,9 prósent í kosningunum 2013.

Þess vegna er harla gott hjá Vinstri grænum að halda í 60 prósent af kjósendum sínum frá síðustu kosningum þegar umræðan hnígur í þá átt að flokkurinn myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna getur róttækasta aflið á vinstri væng stjórnmálanna brotið í blað, sýnt fram á að flokkurinn sé tækur í stjórnarráðið þótt ekki sé neyðarástand í samfélaginu, líkt og eftir hrun. Þar með geta Vinstri grænir orðið umbótaafl í stað mótmælahreyfingar.

Það er alltaf eftirspurn eftir umbótum en harla sjaldgæft að kallað sé á byltingu. Og þá sjaldan það gerist étur byltingin oftast börnin sín.


mbl.is Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband