Snjalltæki og einkalífið

Foreldrar kaupa snjallúr á börnin sín til að fylgjast með þeim, hvar þau eru og samskiptum þeirra. Úrin gefa upp staðsetningu og eru hljóðnemar. Hlutverk foreldra er að gæta barna sinna og snjallúr auðvelda það.

En það er önnur hlið á málinu sem ekki er eins jákvæð. Ef notkun slíkra tækja verður almenn, ekki aðeins barna heldur alls almennings er einkalíf fólks orðið takmarkað.

Á móti má segja að á meðan enginn er neyddur til að bera snjallúr er einstaklingum valfrjálst að vera undir eftirliti eða ekki. En félagslegur þrýstingur gæti knúið fólk að vera undir eftirliti, ef ekki foreldra þá maka eða vinnuveitanda. Sá sem ekki vildi ganga með snjallúr yrði sjálfkrafa tortryggilegur.

Einu sinni var einkalíf sjálfsagður hlutur. Ekki lengur.

 


mbl.is Banna sölu á snjallúrum fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband