Laugardagur, 18. nóvember 2017
Símtalið, ekki-fréttin um leyndarhyggju
Vinstrimenn bjuggu til ótal samsæriskenningar um símtal Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra kortéri fyrir gjaldþrot íslensku bankanna. Samtalið reyndist stærsta ekki-frétt eftirhrunsins.
Davíð og Geir ræddu um það sem þeim bar að ræða, hvort hægt væri að bjarga stærsta bankanum, Kaupþingi. Í samtalinu er hvorugur bjartsýnn á að það tækist.
Íslensku bankarnir voru rændir að innan, eins og rannsóknaskýrsla alþingis leiddi síðar í ljós. Það hefði ekki þjónað langtímahagsmunum þjóðarinnar að Kaupþing héldi velli. En þegar menn stóðu á bjargbrúninni rétt fyrir fallið er skiljanlegt að allt hafi verið reynt til að forðast hámarkstjón og bjarga Kaupþingi.
Fjármálakerfið hrundi haustið 2008 vegna þess að fjárglæframenn stjórnuðu bönkunum. Það er mergurinn málsins.
Ræddu örlög bankakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voða væri nú gaman að fá að sjá feluskap Steinríms og Jóhönnu líka !
Hvað er svo svart að það þurfi að loka inni ?
Birgir Örn Guðjónsson, 18.11.2017 kl. 11:53
Óforsvaranleg ákvörðun að fleygja almennafé á brennandi bál til að reyna að bjarga stærstu skipulögðu glæpasamtökum landsins á þeim tíma.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2017 kl. 15:35
Gjörsamlega óforsvaranlegt að fleygja almannafé á brennandi bál. Ef ekki hefði verið tekið tryggt veð hvers andvirði var vel yfir upphæð umrædds láns.
Það er svo aftur óskiljanlegt hvernig höndlað var með það veð síðar, þeir sem keyptu FIH bankann danska högnuðust geypilega og voru víst útnefndir viðskiptamenn ársins þar í landi fyrir það hvernig þeir léku á íslenska Seðlabankann.
Eins og gömul kona sem um skeið var látin vera forsætisráðherra hérlendis sagði oft: „Þetta þarf að RANNSAKA"
Hólmgeir Guðmundsson, 18.11.2017 kl. 18:13
Fyrst þetta fremur sakleysislega endurrit hefur verið birt, er þá lengur einhver rökrétt ástæða fyrir að koma í veg fyrir að sjálft símtalið verði flutt í fjölmiðlum til að koma í veg fyrir allar grunsemdir?
Jónatan Karlsson, 18.11.2017 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.