Mánudagur, 13. nóvember 2017
Landsstjórn er verkefni, ekki hugsjón
Pólitíkin rann sitt skeið í bili að morgni kosningadags í lok október. Í nokkrar vikur sannfærðu tíu stjórnmálaflokkar kjósendur um ágæti sitt og hlutu dóm aðfararnótt 29. október.
Eftir kosningar er verkefni stjórnmálaflokka, þeirra sem fengu þingsæti, að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar best dóm kjósenda. Það er kallað lýðræði.
Sumir vilja halda pólitíkinni áfram og keppast við að halda á lofti einhverju öðru en niðurstöðum kosninganna.
Hugsjónir, hvort heldur til hægri eða vinstri, glepja sumum sýn á frumskyldu þingmanna, sem er að mynda trúverðuga ríkisstjórn í samræmi við dóm kjósenda. Hugsjónir standa ekki ofar lýðræðinu.
Lá fyrir að staðan yrði snúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.