Logi skiptir út konum eins og sokkum

Samfylkingar-Logi bauð Þorgerði Katrínu Viðreisnarformanni í vinstrabandalag, sem sú hafnfirska þáði. Þrem dögum síðar er ástarbrandurinn kominn með Ingu Sæland upp á arminn til að búa til vinstristjórn án Tobbu Kötu.

Drottning vinstrimanna, Katrín Jakobsdóttir, hlýtur að fylgjast með tilburðum Ástar-Loga með nokkurri furðu.

Framkoma Loga gagnvart konum er sú sama og hann sýndi barnaskólakennara á Akureyri fyrir nokkrum misserum. Logi lítur á fólk sem verkfæri til að þjóna lunderni sínu.


mbl.is Flokkur fólksins til í vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop. Þetta er samviskulaus valdabraskari.

Halldór Jónsson, 12.11.2017 kl. 17:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta tannagnístran í vinstri hjörðinni veitir ekki á gott ef af þessu stjornarmyndunardrullumalli verður. Svavar segir það fínt og ollræt að ganga í sæng með Sjálfstæðisflokki, varaformaður VG segir það alger drottinssvik. Steingrími er sagt að hafa sig hægan og sýna sig sem minnst.

Ösur belgir sig eins og honum er von og vísa og telur Katrínu selja sál sína fyrir ráðherrastól og vera prinsipplausa pólitíska gálu ef hún gengur í hnapphelduna. Honum klígjaði nú ekkert við því þegar Samfylkingin myndaði hina hreinu tæru með VG. Þá köstuðu vinstri grænir öllum prinsippum á glæ fyrir hann og sviku alla stefnuskrána sem þeir voru kjörnir útá.

Þetta fólk er gersamlega hjaralaust og hver höndin upp á móti annarri. Það verður kosið aftur í vor ef þetta gengur saman nú. Mark my words.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2017 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aðrir möguleikar hafa dofnað verulega. Ekki veit ég hver sér um pr málin hjá Sigmundi, en þeir ættu allavega að taka pokann sinn. Pomus yfirlýsingar hans um flokkseigandafélag framsóknar og skítasneiðar til fyrrverandi flokksmanna boða enga þýðu. Það er beyond repair núna held ég og þar með DBMF, nema að karakter þessara tveggja formanna sé meiri en manni er farið að gruna.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2017 kl. 19:03

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Steinar, er ekki líklegast að Sigmundur Davíð sjái um sín PR mál sjálfur? 

Wilhelm Emilsson, 12.11.2017 kl. 22:20

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kviknað á Loga!

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2017 kl. 23:30

6 Smámynd: Aztec

Ég kaus ekki Flokk fólksins til að hann legðist í eina sæng með múslímaflokknum. Öll stefnumál xF eru í andstöðu við stefnu og gjörðir Samfylkingarinnar. Ef Inga Sæland gefur afslátt af stefnumálum flokksins bara til að komast í ríkisstjórn, þá kýs ég ekki flokkinn framar, né heldur mun gera það fólkið sem ég taldi á að kjósa flokkinn í staðinn fyrir að skila auðu.

Samfylkingarinnar er orinn að paríah-flokki vegna þess að einu mál þeirra, að veita öllum hælisleitendum sem ekki eru á flótta hæli annars vegar og að krefjast íslenzkrar aðildar að ESB hins vegar ganga gegn öllum frelsis- og jafnréttishugsjónum Íslendinga. Þegar Logi fullyrðir,að Samfylkingin "eigi samleið með flokknum þegar kæmi að þeim sem minna mættu sín í þjóðfélaginu", þá er það lygi.

Þegar Samfylkingin leiddi ógæfustjórnina 2009-2013, þá gaf þessi flokkur skít í alþýðuna, láglaunafólk og öryrkja. Það eina sem flokkurinn hamaðist við að gera var að viðhalda kreppunni, koma minna efnuðu fólki með íbúðalán á kúpuna og troða landinu inn í Fjórða ríkið, meðan litli bróðir (VG) hlóð undir hrægammana og hýenurnar.

- Pétur D. 

Aztec, 12.11.2017 kl. 23:57

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flokkur fólksins berst fyrir bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín. Ég held ekki að útlendingahatur sé grunnstefna þess flokks og þeir sem kusu hann vegna þess að þeir ímynduðu sér það geta étið það sem úti frýs (það er reyndar að hlána).

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2017 kl. 00:30

8 Smámynd: Aztec

Þorsteinn, það er hluti af stefnu Flokks fólksins að það eigi fyrst að hjálpa þeim öryrkjum og öðru láglaunafólki sem þegar býr á Íslandi hvort sem þeir eru íslenzkir ríkisborgar eða ekki áður en það er farið að sóa úr ríkissjóði til að hafa hælisleitendur á framfærslu árum saman. Auk þess að það eigi að leysa húsnæðisvanda hérbúandi öryrkja og láglaunafólks með byggingu samfélagsleiguíbúða eins og tíðkast í Danmörku (sjálfseignarbyggingafélög sem einungis byggja leiguíbúðir fyrir almenning (almennyttige boliger)) áður en það er farið að redda húsnæði á kostnað sveitarfélaga og ríkis fyrir hælisleitendur, sem ekki eru flóttamenn og sem hafa ekkert innt af hendi fyrir íslenzkt þjóðfélag. Nokkur hundruð félagslegar íbúðir er ekki nóg í þessu árferði þegar gráðugir leigusalar vilja helzt leigja túristum. Ef þessir fjármunir (uppihald hælisleitenda) geta sparast, þá er meira fyrir þá sem þegar búa hér. Einungis ætti að veita hæli þeim sem eru raunverulegir flóttamenn.

Að þessi skoðun sé kynþáttahatur er áróður vinstrisinna, sem kalla alla rasista sem þeir eru ósammála, en sem bera lof á raunverulegu rasistana. Þeir sem nota þetta orð mest vita ekki hvað það þýðir.

Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem hefur bætt kjör láglaunafólks á stefnuskránni OG MEINAR ÞAÐ. Sumir aðrir flokkar hafa það líka sem agn, en hjá þeim er það hreinn tvískinnungur. Hræsni í öðru veldi.

Ég vil taka það fram að ég tala ekki fyrir flokkinn, þetta eru mínar eigin skynsamlegu skoðanir. Til að fjármagna þetta og önnur þörf félagsleg útgjöld hef ég líka ýmsar hugmyndir, en þær hugmyndir ganga út á það að uppræta þessa landlægu spillingu í stjórnsýslunni sem engir starfandi þingflokkar vilja snerta við, því að þeir eru sjálfir flæktir í það alveg aftur í tíunda lið. Það er enginn pólítískur vilji til að uppræta hina raunverulegu spillingu og hefur aldrei verið.

Varðandi stjórnarmyndun, ef ekki getur orðið af BDFM-stjórn, þá gæti BDV gengið svo fremi sem stjórnarsáttmálinn inniheldur sammengi af því skásta úr stefnumálum flokkanna og ekki því versta (sem mikil hætta er á ef lægsta samnefnara er leitað). Flestir vita hvað ég á við.

- Pétur D.

Aztec, 13.11.2017 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband