Guðmundur Andri, Björn Valur og klofningur vinstrimanna

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður Samfylkingar segir Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata eitt og sama stjórnmálaaflið, sem er sögulega rangt.

Samflokksmaður og starfsbróðir Guðmundar Andra, Hallgrímur Helgason, segir vinstrimenn þjást af sjúkdómi vanmetakenndar og vantrúar.

Aðeins einu sinni sátu vinstrimenn einir að landsstjórninni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 var tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Í kosningunum 2013 setti annar flokkurinn, Samfylking, heimsmet í fylgishruni stjórnmálflokks, fór úr tæplega 30 prósent fylgi 2009 í 12,9 prósent.

Lærdómurinn? Jú, farsælast er fyrir vinstrimenn og þjóðina að vinstriflokkarnir skiptist í stjórn og stjórnarandstöðu. En þannig hefur það verið lengst af í lýðveldissögunni. Til heilla fyrir land og þjóð.

Forveri Samfylkingar, Alþýðuflokkur, var í því hlutverki að starfa með Sjálfstæðisflokknum, þegar mál skipuðust á þann veg. Undanfari Vinstri grænna, Sósíalistaflokkur/Alþýðubandalag, starfaði aldrei með Sjálfstæðisflokknum frá 1947 að telja.

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, boðar að tími sé til kominn að Vinstri grænir starfi með Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Andri og Hallgrímur geta ekki hugsað sér hlutverk hornkerlingarinnar. Samfylkingin var stofnuð til að verða valdaflokkur en er minni en Vinstri grænir tvennar kosningar í röð. Smáflokkur getur ekki gert tilkall til valda. Það er mergurinn málsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það synir þröng Samfylkingar að þurfa að stilla þessum vindhönum upp a lista. Þeir gera ser ekki grein fyrir að það er munur a þvi að vera ritfær bullukollur eða alvöru politikus. En urvalið er bara ekki meira.

Ragnhildur Kolka, 9.11.2017 kl. 18:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer um mann hrollur að hugsa til þess að VG komist aftur í stjórnarráðið. Þegar síðan BVG mælir með þeirri einu leið sem VG hefur til þess, klæðir maður sig í lopapeysu og úlpu!

Ef BVG hefði hallmælt því að VG tæki saman við Sjálfstæðisflokk, hefði mátt skoða það, en hans meðmæli útiloka slíkt!

Gunnar Heiðarsson, 9.11.2017 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband