Þriðjudagur, 7. nóvember 2017
Fereykisstjórn með tveim ökumönnum
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir gætu orðið ökumenn í fereykisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og annað hvort Miðflokksins eða Framsóknar.
Vinstri grænir eru viðkvæmir að fara í ríkisstjórn án Samfylkingar en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki er einum of til vinstri fyrir sjálfstæðismenn. Nema að Samfylking sætti sig við að smámola í stjórnarráðinu. Annað hvort Miðflokkur Sigmundar Davíðs eða Framsókn gætu rétt af slagsíðuna.
Katrín gæti orðið forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra. Miðflokkur/Framsókn tryggði utanríkismálin og Samfylking heilbrigðismál. Innanríkismál og dómsmál yrðu í höndum Sjálfstæðisflokks en Vinstri grænir dekkuðu menntamál.
Það má græja þessa ríkisstjórn fyrir helgi.
Allir eru að tala við alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég treysti VG hvorki fyrir menntamálum eða RÚV. ÞAÐ ÞARF ALVARLEGAN UPPSKURÐ Á BÁÐUM MÁLAFLOKKUM.
Ragnhildur Kolka, 7.11.2017 kl. 11:36
Kæri Páll.
Ég tek frekar undir orð Davíðs Oddssonar á landsfundi 2009 að mig minnir. Þar ræddi hann um það að það væri í tísku að stjórnmálamenn kepptust hver um annan þveran að biðjast afsökunar á nánast öllu, helst því sem þeir báru hver um sig ekkert endilega ábyrgð á eða hefðu ekki komið nálægt.
Þá tiltók hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sér helst unnið til saka, og borið fulla ábyrgð á, að hafa leitt Samfylkingu inn í stjórnarráðið árin á undan og endurnýjað þar með óverðskuldaða lífdaga hennar illu heilli og veitt henni framhaldslíf sem engin innistæða var fyrir.
Einsmálslandráðafylking hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna er ekki eitthvað sem nokkur heilvita maður getur haft með sér inn í ríkisstjórn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.11.2017 kl. 12:18
Margt til í þessum athugasemdum Ragnhildar og predikarans. Aftur erum við í þeirri stöðu að málamiðlun þarf til að setja saman ríkisstjórn. Annars fáum við utanþingsstjórn.
Páll Vilhjálmsson, 7.11.2017 kl. 12:28
Það verður enginn uppskurður á neinu með svona stjórn því miður.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2017 kl. 13:17
Eins gott að þú ert ekki mannauðsstjóri Páll. Þér finnst allt í lagi að stinga Bjarna aftur ofan í kökuboxið og Sigríði Andersen aftur í innanríkis og dómsmálin, af því hún stóð sig svo vel síðast! Með ólíkindum að lesa þetta bull.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2017 kl. 15:49
Held að utanþingsstjorn væri það besta þvi eins og útlitið er nuna eu allar leiðir vondar ...Og eftir allt plott hægti vinsti snu hja SIJ sem ætlar Framsókn i stólinn ...þá er betra að slá þetta allt utaf borðum nuna ...Okkur bregður ekki við að kjosa aftur og enn !
rhansen, 7.11.2017 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.