ESB-kosning er fjárkúgun, ekki lýðræði

Engar líkur eru á aðild Íslands að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Fyrir því eru fimm ástæður, sem hver og ein er nóg til að koma í veg fyrir aðild.

1. ESB-umsókn Samfylkingar frá 2009 strandaði áramótin 2012/2013. Fullreynt var að Ísland ætti heima í ESB. Þriggja ára viðræður leiddu það í ljós.

2. Íslandi vegnar vel utan ESB. Við náðum okkur fyrr og betur úr kreppunni en ESB-þjóðirnar Írland og Grikkland.

3. Strandþjóðir á Norður-Atlantshafi, sem okkur eru líkastar, þ.e. Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar, eru allar utan ESB og ekki á leiðinni inn.

4. Helsta viðskiptaþjóð okkar í Evrópu, Bretland, er á leiðinni út úr ESB.

5. Evrópusambandið er óvinsælt í Evrópu og boðar róttækar breytingar. Enginn veit hvað kemur út úr ferlinu.

Niðurstaða: Stjórnmálaflokkar á Íslandi sem krefjast kosninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu stunda pólitíska fjárkúgun sem grefur undan lögmætri stjórnskipun og þar með lýðræðinu.


mbl.is ESB-kosning ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það mætti halda að haninn hafi galað þrisvar svo hratt hafa kosningaloforðin gufað upp.

Ragnhildur Kolka, 7.11.2017 kl. 09:29

2 Smámynd: Hrossabrestur

ESB sjúka gamalmennið Þorsteinn Pálsson hlýtur að yfirgefa Viðreisn eftir þetta.

Hrossabrestur, 7.11.2017 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband