Pakkaleikur stjórnmálanna

Flestir þekkja pakkaleiki úr barnaskólum. Allir koma með ómerkta pakka og svo er dregið um glaðninginn. Fyrir kosningar lofa allir flokkar kjósendum glæsilegum pökkum.

Eftir kosningar þora stjórnmálamenn ekki að segja kjósendum að pakkarnir eru mest froða en minnst innihald. En almenningur væntir gjafa og engar refjar.

Sigurður Ingi mætti í Kastljós í kvöld og lýsti angist stjórnmálamanns sem veit að hann getur ekki efnt loforðin frá í október. Umorðað sagði Sigurður Ingi: ,,þeir einu sem vilja ríkisstjórn vinstriflokka og Framsóknar eru villingarnir í bekknum, Píratar, enda býst enginn við alvöru gjöfum frá þeim aðeins einskins verðu rusli. Spjótin standa á okkur ráðsettu. Við verðum að gefa pakka án þess að þjóðarheimilið fari á hausinn.

Stjórnmálafræðingurinn Stefanía hittir naglann á höfuðið þegar hún segir óvissuna lamandi í eftirvæntingu eftir gjöfum stjórnmálamanna. Alveg eins og í barnaskólanum.


mbl.is „Óvissan er lamandi fyrir þjóðfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Óvissan hefur varað frá því Samfylkingin náði að avegaleiða VG sem flestir trúðu að myndi standa vörð um sjálfstæði Íslands. Stefanía er með afbrigðum glögg og einkar aðlaðandi alitsgjafi.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2017 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband