Píratar kalla í þingmann til að sitja hjá

Þingmenn Pírata eru þekktastir á alþingi fyrir það framlag að sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Pírataþingmenn nenna ekki að setja sig inn í mál og í öðrum eru þeir án sannfæringar og skoðana.

Engu að síður vilja Píratar kalla inn varaþingmann fari svo að einhver kjörinna þingmanna þeirra hreppi ráðherrastól í vinstristjórn.

Smári ,,Savile" McCarty Pírataþingmaður segir það auka skilvirkni og sjálfstæði þingsins að fá fastan varaþingmann til að sitja hjá. Það má öllu nafn gefa.


mbl.is 50 milljón króna ráðherrar Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segir þú Páll. Orðaleikir Pírata eru nú að verða flestum kunnir. Lítið hefur farið fyrir skilvirkni og sjálfstæði Píratans í borgarstjórn. Hins vegar kostar hann borgarbúa ómældar milljónir.

Ragnhildur Kolka, 6.11.2017 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú væru kannski hollt að rifja upp hverjum stjórnarskráin veitir einum heimild til þess fara samtímis með löggjafarvald og framkvæmdavald.

Vísbending: Hann býr á Bessastöðum.

Það væri líklega góð hugmynd að byrja á því að fara eftir stjórnarskránni áður en rokið er af stað í breytingar á henni. Þá kæmi kannski í ljós að hin meinta þörf fyrir breytingar hefur verið stórlega ýkt.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2017 kl. 11:36

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Mér finnst hann Helgi Hrafn vera mun málefnalegri í skrifum sínum um þessa frétt:

Það er mjög opinberandi fyrir hversu grunnhyggin íslensk pólitík er, þegar það er farið að atast yfir þetta lágum kostnaði fyrir jafn sjálfsagðan hlut og aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds. (Mogginn er ekki að því hér, svo ég sjái til, en ég hef heyrt fólk nefna þetta sem mótrök.) Við gætum eflaust sparað fullt af peningum með því að hafa ekki heldur aðskilin lögreglu- og dómsvald, heldur bara að sami lögreglumaðurinn gæti handtekið mann og dæmt. Eða þá að þingmaður gæti líka verið dómari. Það myndi eflaust spara einhvern pening. Það væri hinsvegar líka fáránlegt, eins og það er fáránlegt að ráðherrar sitji sem þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

Í leiðinni langar mig að gagnrýna þessa lensku að reikna út svona tölur út frá kjörtímabilum. Í allri umfjöllun um fjárlög er gengið út frá einu ári, ekki fjórum. Að taka kostnað saman yfir kjörtímabil brenglar samanburð við aðrar tölur sem eru jafnan reiknaðar á ársgrundvelli. En það er nú svosem ekki aðalatriði, heldur fyrst og fremst það hversu sjálfsagt það er, að löggjafar- og framkvæmdavöldin séu aðskilin. Jafnvel ef það kostar einhverja örfáa hundraðmilljónkalla á ári að koma á þessum sjálfsagða aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdarvalds, þá verður auðvitað bara að hafa það.

Jón Páll Garðarsson, 10.11.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband