Frá fullveldi í fangelsi

Katalónska tilraunin til fullveldis virðist ætla að enda með fangelsun þeirra sem helsta ábyrgð báru. Spænska ríkisstjórnin lítur svo á að fullveldi Katalóníu sé tilræði við konungsríkið.

Ekki er spurt um lýðræðislegan vilja Katalóna og nýtur stjórnin í Madríd stuðnings Evrópusambandsins að kæfa fullveldið í fæðingu.

Síðasta orðið í þessum átökum verður þó hvorki sagt í Brussel né Madríd heldur í Barcelona.


mbl.is Puigdemont gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lýðræðislegu" hvað ... ég segi bara eins og laddi.

Á hverju á Katalónía að lifa? Hver eru viðskipti þeirra, hvar er "framleiðsla" þeirra ... hvert á að flytja hana, hvað á að gera við hana ...

svona má lengi halda áfram ...

Ekkert af þessu, sem máli skiptir ... kemur "sjálfstæði" þeirra við ... og "ef" Katalónía, þarf að "lýsa" yfir sjálfstæði á einhvern hátt ... þá sýnir það og sannar, að þeir eru ekki færir um að stjórna sér sjálfir. Sjálfstæði er ekki eitthvað sem "konungurinn" veitir þér ... stjórnarfyrirkomulag, er ekki eitthvað sem spánn þarf að veita Katalóníu ...

Þetta er "flókið" mál og ekki hægt að skýra það í stuttu svari ... en "atlaga" þessarra manna, er pólitísk og hefur ekkert með sjálfstæði Katalóníu að gera.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vááá´´a..Bjarne.

Það vill svo til að Katalónia er með svo stórt hagkerfi að

það eitt og sér, er stærra en allt hagkerfi Portugals.

Stærsta hagkerfi Spánar.

Þeir hafa allt af öllu. Framleiðslu, stórgott

heilbrigðiskerfi, eitt það besta á Spáni, og af nógu

er að taka. Svo kemur þú hér á bloggvöllinn ælandi

um eithvað sem þú greinilega hefur ekket hundsvit á.

Þetta fólk sem býr þar, hefur þegjandi og hljóðalaust

tekið við skipunum frá Madrid og Brussel.

Ekkert, og þá segji ég EKKERT, af þeim skipunum sem

þaðan hafa komið, hafa komið  Katlóníum til góðs.

Katalónín hefur alla sína tíð, ekki talið sig tilheyra

Spánar krúnuinni (Spánn) og þar af leiðandi eru þessi

ósköp að gerast. Katalóníu búar hafa engvan áhuga á því,

eins og Ísland, að púkka uppá þetta Evrópu rugl sem er

að fara með allt til fjandans.

Þegar sex milljónir manns, eru tekin út fyrir sviga,

og sagt að þeim sé það ekki réttlætanlegt að lýsa

yfir sjálfstæði, þá er lýðræðinu endanlega komið

í kjaft andskotans sem býr í Brussel.

Við stefnum hraðbyri í átt kommúnistmanns með

bara fallegra orðbragði. Það er ESB.

Mundu bara eitt Bjarne. Kaust þú þessa stjórn

sem ræður ríkjum í Brussel...???

Það hefur engin gert sem býr samt í svo kölluðu lýðræði.

Sú stjórn er svo illa fengin til valda að hálfa væri nóg.

Sem betur fer er til fólk eins og Katalóníubúar, sem eru til

búnir að standa gegn þessu andstyggðar fyrirbæri sem

ESB og ekkert annað.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2017 kl. 23:21

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig er þetta eiginlega? Er það ekki Spánarstjórn sem hafnar sjálfstæðistilburðum Katalóníu og önnur ríki, jafnt í Evrópu sem annars staðar taka undir það? Hvernig myndir ríkisstjórn Íslands bregðast við sjálfstæðisyfirlýsingu Vestmannaeyja, til dæmis? Hvernig í ósköpunum er svo hægt að komast að þeirri niðurstöðu að allt þetta klúður sé með einhverjum hætti ESB að kenna? Maður getur alveg verið bullukollur en það hljóta að vera einhver takmörk. Eða eru kannski engin takmörk?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2017 kl. 00:21

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvar eru takmörkinn Þorsteinn...??

Þegar ríki (Katalónía) í aldanna rás, er

og hefur alltaf verið á móti þvi að 

teljast til konungsdæmi Spánar, aðeins sex

milljón manns, þá dettur þér í hug að líkja

þessu við Vestmannaeyjar.

Greinilegt er að miðað við þína menntun og það

sem þú telur þig standa fyrir, með diploam og öllu,

þá skorðast hún við þjóðfélög sen hafa bara

rúmar 300 þúsund hræður eða færri.

Myndin er miklu stærri en svo að einhver hér á

Íslandi, sem líkir ástandinu við Vestmannaeyjar,

geti haft hugmynd um hvað hann er að tala.

Þar er saga sem er eldri en Íslandsagan.

Endilega kynntu þér söguna áður en þú ferð

að rop út þér endaluast ESB kjaftæði.

Talandi um bullukolla...!!!

Þér férst.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.11.2017 kl. 01:58

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Málið er að það er ekki meirihluti fyrir því í Katalóníu að lýsa yfir sjálfstæði.

Það er spurning hvort minnihluti Katalóna eigi að geta knúið fram sjálfstæðisyfirlýsingu.

Áður en menn halda lengra verða menn að svara þessari spurningu.

Þeir Íslendingar sem eru af einhverjum furðulegum ástæðum hlynntir sjálfstæði Katalóníu kjósa alltaf að horfa framhjá þessari staðreynd. 

Borgþór Jónsson, 6.11.2017 kl. 09:20

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Var ekki kosið, Borgþór? Höfðu ekki allir jafnan rétt til að kjósa?

Ekki veit ég hvernig lýðræði á að virka, ef ekki einmitt á þann veg.

Eitt er víst að ríkisstjórn sambandslýðveldis Spánar getur varla upp á sitt einsdæmi ráðið þessu!

Hitt er svo annað mál að stuðningur Katalóna við sjálfstæði var ekki öruggur, þegar farið var af stað í leiðangurinn. Hins vega gerðu afskipti ríkisstjórnar Spánar það af verkum að niðurstaða kosninganna varð skýr.

Kannski hefði betur farið, ef ríkisstjórn Spánar hefði farið sömu leið og ríkisstjórn Bretlands og leyft kosninguna.

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2017 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband