Traust, fylgi og vinsældafreistni

Traust er lítið í samfélaginu, einkum í stjórnmálum. 32 þingmenn, minnist mögulegi meirihluti, munu ekki skapa traust sín á milli. Einkum ef þeir koma úr popúlískum flokkum eins og Samfylkingu og Pírötum. Þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa það umfram hina tvo að vera raunsæir, a.m.k. þorri þeirra.

Þingmenn halda vinnunni eða tapa henni eftir fylgi. Mánaðarlega er gerð fylgismæling á stjórnmálaflokkum. Bæði þeir flokkar sem falla í fylgi og hinir sem auka það standa frammi fyrir freistnivanda.

Fylgislítill flokkur gæti freistast til að spila einleik í óvinsælli ríkisstjórn, til að auka fylgið. Flokkur í meðbyr stendur frammi fyrir freistingunni að leysa til sín vinsældir, annað tveggja með því að mynda nýjan meirihluta eða veðja á kosningar.

Ríkisstjórn með 32 þingmenn er einfaldlega of veik í upphafi til að eiga raunhæfa möguleika á að sitja út kjörtímabilið.


mbl.is Traust mikilvægara en stærðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband