Sigmundur Davíð skapar pólitík - Vinstri grænir tapa

Samanlagður þingflokkur Miðflokksins og Flokks fólksins er 11 þingmenn, jafn stór og þingflokkur Vinstri grænna. Bandalagið styrkir stöðu Sigmundar Davíðs í valdataflinu við myndun ríkisstjórnar.

Útspil Sigmundar Davíðs veikir sérstaklega stöðu Vinstri grænna sem daðra við vinstristjórn til að geta selt sig dýrt til Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð getur boðið Bjarna Ben. 11 manna þingflokk og þá þarf aðeins Samfylkingu eða Framsóknarflokk til að mynda meirihluta.

Formaður Framsóknarflokksins gaf það út að hann vildi breiða stjórn (les: með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum). Kata Jakobs þarf að hrökkva eða stökkva fyrr en hún hélt.

 


mbl.is Í samvinnu með Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Já Kata þarfa að vera snögg að hugsa strategískt og spara Steingrímsglott hið síðara. 

Hrossabrestur, 30.10.2017 kl. 17:47

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gallinn við núverandi stjórnkeri er meðal annars sá að kjosendur fá engu ráðið við framvinduna eftir kosningar. Nú blasir við að hægri flokkar eru með meirihluta atkvæða, en samt getur þetta snúist upp í vinstri stjórn. er það ekki andstætt lýðræðislegum vilja?

Jósef Smári Ásmundsson, 30.10.2017 kl. 17:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið með lýðræðið er nefninlega að það eru alls ekki allir á einu máli um hvað sé hin "rétta" lýðræðislega niðurstaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2017 kl. 19:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kata er búin að missa af stræðtó eftir gambít Simma. Hann er með þetta strákurinn eins og oft áður. Bjarni er í pokanum og verður held ég bara feginn. Og allir landsmenn líka, a.m.k.þeir sem sáu og heyrðu erlenda fréttaritara þjóðarinnar SmáraMcCarthy í kvöld.Þvílíkur snillingur.

Halldór Jónsson, 30.10.2017 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband