Föstudagur, 27. október 2017
Vinstrimenn yfirgefa Vinstri græna fyrir Samfylkingu
Vinstrimenn eru staðráðnir að refsa Bjartri framtíð þessar kosningar, líkt og þeir fórnuðu Samfylkingu síðustu kosningar. Önnur þróun síðustu daga er að kjósendur færa sig frá Vinstri grænum til Samfylkingar.
Líkleg ástæða er að Samfylkingin er þjálli í stjórnarmyndunarviðræðum en Vinstri grænir. Eftir síðustu kosningar voru Vinstri grænir með harðlífi gagnvart ábyrgð á landsstjórninni.
Fyrr í vikunni gáfu álitsgjafar á vinstri vængnum það út að draumurinn um vinstristjórn væri úti. Til að eiga von um aðkomu að ríkisstjórn veðja vinstrikjósendur á Samfylkingu fremur en Vinstri græna.
Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.