Foreldrar, börn og skilningsleysi RÚV

Fyrsta frétt Sjónvarps-RÚV var um 13 ára dreng í fíkniefnaneyslu. Foreldrarnir kvörtuðu sáran að samfélagið hjálpaði ekki drengnum. Fréttamaður RÚV kveikti ekki á þeirri peru að 13 ára börn eru á ábyrgð foreldra sinna.

Móðirin kvaðst vilja að drengurinn kæmist út á land. Hvers vegna flytja foreldrarnir ekki út á land með drenginn?

Það er ekki samfélagsins að ala upp börn. Fólk velur að eignast börn og verður að axla ábyrgðina sem fylgir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Erum við ekki með forseta á fullum launum á Bessastöðum við að hugsa í lausnum?

Ber hann enga ábyrgð á sinni þjóð?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200672/

Jón Þórhallsson, 25.10.2017 kl. 20:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki rétt að hlusta almennilega á fréttina. Foreldrar höfðu um árabil leitað eftir aðstoð vegna vanlýðunar hjá drengnu sem og að þau sögðu að þau réðu ekki við ört vaxandi vandræði drengsins. Það er foreldra að leita allra leiða til að tryggja velferð barna sinna og þar með talið að leita eftir aðstoð ef þau ráða ekki við það t.d. vegna undirliggjandi tauga- eða geðsjúkdóma

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2017 kl. 21:33

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er ekkert minnst á tauga- eða geðsjúkdóma í fréttinni, Magnús.

Páll Vilhjálmsson, 25.10.2017 kl. 21:44

4 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Svo virðist vera sem þetta að "flytja út á land" sé lagt að jöfnu við það að flytja til Afríku.  Samt telja foreldrarnir barninu fyrir bestu að komast af höfuðborgarsvæðinu.
Mjög margt fólk hefur enga reynslu af öðru umhverfi en höfuðborgarsvæðinu, nema sem sumarferðalangar.

Þórhallur Pálsson, 25.10.2017 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband