Skattaparadís vinstrimanna - Hallgrímur og samneyslan

Hallgrímur Helgason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingar fær listamannalaun frá ríkinu upp á 370 þúsund krónur á mánuði en gefur aðeins upp til skatts 140 þúsund krónur í tekjur.

Skattahagræði Hallgríms felst í því að hann telur sjálfan sig fram sem fyrirtæki, verktaka. Hallgrímur borgar ekkert til samneyslunnar. En hann lifir á samneyslunni.

Venjulegir launþegar geta ekki stundað skattahagræði Hallgríms. Þeir þurfa að borga fullan skatt af sínum tekjum.

Skattaparadís vinstrimanna er að taka peninga af vinnandi fólki en gefa útvöldum færi á að borga enga skatta.

Sumir eru jafnari en aðrir.


mbl.is „Hátekjuskattur“ á meðaltekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta eru þeir félagslega ábyrgu. Góða fólkið sem má ekkert aumt sjá ef hælisleitendur eiga í hlut. Býsnast fyri að hér vanti nýja stjórnarskrá umfram annað.Og félagslegt réttlæti.

Hvar geyma þeir samviskuna þessir dánumenn?

Halldór Jónsson, 25.10.2017 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband