Björn Valur gagnrýnir Katrínu - undir rós

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna yfirskyggir aðra frambjóðendur flokksins. Vinstri grænir eru ekki lengur hópur fólks með sameiginlega pólitíska stefnu heldur fylgja þeir foringja.

Birni Val fyrrum varaformanni flokksins er ekki skemmt. Hann segir, undir yfirskriftinni Dramb er falli næst, að persónudýrkun verði flokkum að fjörtjóni.

Persónudýrkun grefur því undan lýðræðislegu starfi. Af langri reynslu hef ég komist að því að það hefur aldrei reynst innistæða fyrir persónudýrkun. Enginn sem á vegi mínum hefur orðið og hefur ýmist hafið sig yfir aðra eða verið settur á stall og dýrkaður hefur átt innistæðu fyrir því. 

Vinstri grænir eru að upplagi róttæk grasrótarhreyfing. En í þessari kosningabaráttu eru það ekki málefnin sem sett eru á oddinn heldur formaðurinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband