RÚV ræðst á tjáningarfrelsið

RÚV réðst á tjáningarfrelsið þegar bloggara var stefnt fyrir dóm vegna gagnrýni á fréttastofu RÚV. Efstaleiti lét sér ekki segjast þegar héraðsdómur sýknaði bloggara heldur reyndi fyrir sér í hæstarétti.

Þegar stórir fjölmiðlar leggja sig í framkróka að klekkja á gagnrýnisröddum er augljóst að fjölmiðlar eru komnir í bullandi pólitík í stað þess að segja fréttir.

Í auknum mæli reyna fjölmiðlar að hafa áhrif á stjórnmál, oft og iðulega í samspili við umræðu á samfélagsmiðlum.

Mannréttindastofnun HÍ ætti fremur að hafa áhyggjur af glæfralegu framferði fjölmiðla við að hanna pólitíska atburðarás fremur en að hnýta í dómstóla. Fjölmiðlar fara óvarlega með það vald sem þeim er treyst fyrir. Dómar í meiðyrðamálum eru almennt í takt við línurnar sem lagaðar eru af Mannréttindadómstól Evrópu.

Vandinn snýr ekki að takmörkun tjáningarfrelsis fjölmiðla heldur valdbeitingu fjölmiðlanna. 


mbl.is Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://a2.l3-images.myspacecdn.com/images01/55/8c446bb171458e85461afc05e23e98fc/l.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2017 kl. 16:37

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Stendur RUV á hægri hliðinni?

Hólmgeir Guðmundsson, 20.10.2017 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband