Miðvikudagur, 11. október 2017
RÚV: Dulúð á Efstaleiti
RÚV gafst upp á að klekkja á Sigmundi Davíð með málefnum og greip til dulúðar. Til að gera Sigmund Davíð tortryggilegan birtir RÚV í dag ekki-frétt um að íslensk yfirvöld hafi fengið upplýsingar um Sigmund Davíð.
Aðferð RÚV er kennd við Gróu á Leiti; gefa í skyn, segja hálfa söguna og láta í veðri vaka.
Dulúð á Efstaleiti er rafræn útgáfa frumgerðarinnar.
Einstakt tækifæri til sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Taktík vinstrimanna er að halda úti endalausu skandalamakeríi gegn ákveðnum stjórnmálamönnum. Þetta þarf ekki að vera byggt á neinum staðreyndum. "Let the bastards deny it" er herbragðið. Það nægir til að sverta menn nægilega lengi til að það gagnist viku eða tvær fyrir kosningar. Eftir kosningar hefur enginn áhuga á málsvörninni og kraftaverk yfirleytt hvort menn fá náðasamlegast að bera hönd fyrir höfuð sér.
Þarna skiptir fyrirsögnin öllu máli í drullumakeríinu, þótt í fréttinni komi ekkert tortryggilegt fram.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 11:23
Gróa á Leiti? Þú meinar Süddeutsche Zeitung.
Skeggi Skaftason, 11.10.2017 kl. 13:08
Fyrisögnin hjá RUV er:
"Þýsk yfirvöld upplýsa íslensk um Sigmund Davíð."
Þetta er helber lygi, þar sem þýsk yfirvöld voru ekki að upplýsa íslensk yfirvöld um neitt, sem þau vissu ekki fyrir. Skattrannsoknarstjori tekur undir þetta og það kemur reymdar fram í frettinni líka.
Þarna er RUV í hlutverki Gróu á leyti, sem sagði "ólyginn sagði mér" þegar hún laug.
Sigmundur er svo tekinn útfyrir sviga af þúsundum annarra, af því að hann er í politísku framboði.
Gott dæmi um subbuskap og hlutrægni fréttastofu RUV og ekki eina dæmið.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 13:43
En sem sagt, Süddeutsche Zeitung sagði af því frétt að þýsk yfirvöld höfðu sent íslenskum skattayfirvöldum UPPLÝSINGAR. Við erum sammála um að það gerðist er það ekki?
Og RÚV hefur sagt frá þessari frétt Süddeutsche Zeitung, og jafnframt leitað upplýsinga um hvaða upplýsingar sé að ræða, og fengið svör frá skattayfirvöldum að þau hafi þegar haft þessar upplýsingar undir höndum. Og RÚV hefur sagt frá því.
Og glæpurinn er aftur hver ...??
Skeggi Skaftason, 11.10.2017 kl. 14:43
Glæpurinn er að gera frétt úr ekki-frétt.
Ragnhildur Kolka, 11.10.2017 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.