Miðvikudagur, 11. október 2017
Miðflokkurinn þriðji stærstur
Miðflokkur Sigmundar Davíðs er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Miðflokkurinn var stofnaður fyrir fjórum dögum og hefur ekki birt stefnuskrá sína. Fylgið sem flokkurinn mælist með er persónufylgi Sigmundar Davíðs.
Sókn vinstriflokkanna hefur stöðvast. Vinstri grænir standa í stað en Samfylking og Píratar gefa eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á jafnsléttu eftir aðför vinstrimanna og fjölmiðla þeirra að formanni flokksins. Bjarni Benediktsson kom sterkur út úr sjónvarpsviðtali í gær og bætir stöðuna dag frá degi úr þessu.
Það er hálfleikur í snarpri kosningabaráttu og úrslitin hvergi nærri ráðin.
VG með tæp 30% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.