Þriðjudagur, 10. október 2017
Guardian viðurkennir að blanda sér í íslenska pólitík
Blaðamaður Guardian ætlaði að birta umfjöllun sína um 9 ára gömul viðskipti þingmannsins Bjarna Benediktssonar í nóvember. En eftir að íslenskir samstarfsmenn hans vildu flýta birtingu til að koma höggi á Bjarna segir blaðamaðurinn:
Það var strax augljóst að fréttin var orðin meira aðkallandi en áður.
Níu ára gömul frétt var orðin ,,meira aðkallandi" aðeins af einni ástæðu. Til að hafa áhrif á þingkosningarnar á Íslandi.
Gott að hafa þetta skjalfest.
Segir ummæli Bjarna kolröng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er nú ákaflega lélegur kattarþvottur hjá blaðamanninum. Ef hann vildi ekki hafa áhrif á kosningarnar hefði hann vitanlega beðið þar til eftir kosningar, um miðjan nóvember, líkt og upphaflega stóð til að hans eigin sögn. Fréttinni var einfaldlega flýtt í því skyni einu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Fyrir utan það að aldrei var um neina frétt að ræða.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2017 kl. 13:22
Nú er spurning hvort og hve lengi Björt og Píratar hafi vitað af þessu ef maður lítur til tengsla þeirra við Reykjavík Medía. Þau geta varla verið sek um leyndarhyggju, eða hvað?
Nú er spurning hvort Guardian hafi átt frumkvæðið eða hvort frumkvæið hafi legið hjá Stundinni og Reykjavík Media. Það er afar mikilvægt að fá það upplýst til að meta trúverðugleika Guardian, sem eiginlega er jafn aumur á hvorn veginn sem er.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2017 kl. 13:54
Engin frétt segir Þorsteinn. Af hverju ætti Guardian að reyna að hafa áhrif á kosdningar á Íslandi? Endalausar samsæris kenningar og ávalt í vörn fyrir spillta stjórnmálamenn en bara ef þeir eru í réttum flokki. Þið eruð flottir strákar.
Baldinn, 10.10.2017 kl. 14:17
Eruði í alvöu að leggja til að fjölmiðlar eigi ekki að segja óþægilegar fréttir um stjórnmálamenn nokkrar vikur fyrir kosningar??
Skeggi Skaftason, 10.10.2017 kl. 14:46
Punkturinn er ekki sá hvort segja eigi óþægilegar fréttir rétt fyrir kosningar. Punkturinn er að fréttamaðurinn staðhæfir að hann hafi ætlað að forðast að hafa áhrif á kosningarnar, en staðreyndin er að hann breytti áformaðri birtingardagsetningu einmitt í því skyni að hafa áhrif á kosningarnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2017 kl. 15:05
Þar tók sig upp gömul klækjaumræða vinstrisins.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2017 kl. 15:06
"Punkturinn er að fréttamaðurinn staðhæfir að hann hafi ætlað að forðast að hafa áhrif á kosningarnar, en staðreyndin er að hann breytti áformaðri birtingardagsetningu einmitt í því skyni að hafa áhrif á kosningarnar."
Tómt rugl í þér Þorsteinn. Lesa fréttina.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 15:16
Í fyrstu átti að vinna vandaða úttekt á 9 ára gömlum skjölum, en svo varð að hespa þessu af því það þurfti að hafa áhrif á kosningarnar.
"...þegar við hófumst handa hafði ég í hyggju að birta þetta um tveimur mánuðum síðar, kannski snemma í nóvember. Okkur lá ekkert á því við höfðum upplýsingarnar út af fyrir okkur,“ greinir Henley frá.
Hinn 15. september féll ríkisstjórn Bjarna og kosningar voru boðaðar 28. október. „Það var strax augljóst að fréttin var orðin meira aðkallandi en áður. Ég vildi vinna á mjög vandaðan og nákvæman hátt úr gögnunum og þótti best ef þau yrðu birt vinnuvikuna sem hófst 16. október eða jafnvel vikuna á eftir,“ segir hann"
Auðvita var Stundin og Reykjavík Media á bólakafi í kosningasvindli. En er einhver að trúa því að Guardian hafi ekki vísvitandi verið að hafa áhrif á kosningarnar?
Ragnhildur Kolka, 10.10.2017 kl. 16:21
ÞEGAR boðað hafði verið til kosninga er alveg sama hvað fréttamaðurinn hefði gert, allt hefði verkað með einum eða öðrum hætti og haft áhrif á kosningarnar. Að liggja á upplýsingum fram yfir kosningar hefði auðvitað líka haft áhrif og hefði verið óásættanleg ákvörðun.
Skeggi Skaftason, 10.10.2017 kl. 16:46
Sæll
Þessir dulnefndu eru duglegir núna. Hverjir skyldu nú hafa lagt níðskrifin upp, vinstriblaðið Guardian eða Stundin sem ómögulegt er að lýsa nema grípa til orða sem best er að forðast? Vanir vinstrimenn eiga betra með orðaval af þeim toga.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.10.2017 kl. 17:04
Hélt að Guardian væri hafið yfir kosningaáróður - og það í landi sem skipir hann engu máli. Varla vill þessi virti fjölmiðill verða settur í sama poka og Rússarnir gagnvart forsetakosningunum vestra? Eða er þetta bara allt sama tóbakið...
Kolbrún Hilmars, 10.10.2017 kl. 19:58
Í frétt RÚV er haft eftir blaðamanni Guardian að til hafi staðið að birta umrætta "frétt" um miðjan nóvember. Síðan hafi íslenskir vitorðsmenn hans viljað flýta fréttinni og niðurstaðan orðið sú að birta hana þremur vikum fyrir kosningar. Þarf frekar vitnanna við?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2017 kl. 23:30
... auk þess er nú vandséð að um frétt sé að ræða. Eða þarf það að koma einhverjum á óvart að þeir sem áttu fé í þessum sjóði, eða bönkunum yfir höfuð, hafi staðið í röðum til að losa það út dagana áður en allt hrundi?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2017 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.