Þriðjudagur, 10. október 2017
Fótbolti, hrun og kosningahegðun
Stórir atburðir skilgreina stemninguna í þjóðfélaginu, sem aftur virkar á kosningahegðun fólks. Hrunið skildi Íslendinga eftir í svartsýni og þeir kusu yfir sig ríkisstjórn til samræmis, meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar.
Fótboltinn eykur aftur landanum bjartsýni. Ungir og gamlir fyllast stolti af árangri smáþjóðar í samkeppni við milljónaþjóðir.
Boðskapur vinstriflokkanna um að Íslendingar eigi að skríða ofan i svarthol skattpíningar og sætta sig við eignaupptöku góða fólksins lendir í mótbyr þegar þjóðin fær sjálfstraust.
Áfram Ísland.
Sigri Íslands slegið upp erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, en boðskapur vinstriflokkanna er bara alls ekkert að "Íslendingar eigi að skríða ofan i svarthol skattpíningar og sætta sig við eignaupptöku góða fólksins". Þú ert á villigötum hér í málflutningi. Þetta ætti mun betur við ef lýsa ætti stefnu Sjálfstæðisflokksins sem boðar eins og dæmin sanna að "Allir nema ríkustu Íslendingarnir eigi að skríða ofan i svarthol skattpíningar og sætta sig við eignaupptöku Sjálfstæðisflokksins á eigum Rikisins og sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar". Þannig væri þetta kórrétt. Vinsamlega lagaðu þetta hjá þér.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 08:21
Dapurlegt að sjá "Réttsýni" dyljast undir hulinshjálmi.
Ragnhildur Kolka, 10.10.2017 kl. 09:48
Af hverju er það "dapurlegt" Ragnhildur Kolka? Er það vegna þess að þá finnst þér það ekki skila nógu miklu að fara í manninn frekar en boltann?
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 10:32
Réttsýni er öfugnefni á þeim sem ekki þorir að koma fram undir eigin nafni. Það hlýtur að vera hægt að ræða málin málefnalega undir nafni, nema maður hefur eitthvað að fela, annað er ómarktækt. Það er ekki hægt að taka mark á manni sem hylur sig felubúningi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.10.2017 kl. 10:55
Merkilegt hvað ykkur er mikið í mun að komast í manninn en ekkert í málefnið.
Réttsýni, 10.10.2017 kl. 11:17
Hárrétt hjá réttsýni. Svo finnst mér pólitík og íþróttir allsekki á sama plani, höldum íþróttum frá pólitíkini vinsamlegast.
Hjörtur Herbertsson, 10.10.2017 kl. 11:48
"Réttsýnn", hér er ekki verið að fara í manninn, því enginn veit hver hann er nema hann sjálfur. Við sem þorum að koma fram undir nafni höfum ekkert að fela, við komum til dyranna eins og við erum klædd. Ég get átt í rökræðum við menn um málefni án þess að fara í mannin, eins og þú orðar það.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.10.2017 kl. 12:34
Sá sem er réttsýnn þarf ekki að dyljast.
Páll lýsir ástandi þjóðar í gleði og sorg og dregur sína ályktun. Það fer fyrir brjóstið á hinum "réttvísa" sem gerir öðrum upp illvilja og fer svo framá að Páll "leiðrétti" sig.
Þessi lúði hlýtur að vera Pírati. Slík er rökvillan.
Ég legg til að hann finni sér dulnefni við hæfi.
Ragnhildur Kolka, 10.10.2017 kl. 12:39
Þeir sem ekki þora að leggja eigið nafn við skrif sín, eru ekki miklir pappírar og alls ekki marktækir á nokkurn hátt!
Gunnar Heiðarsson, 10.10.2017 kl. 15:23
og Sjálfstæðisflokkurinn notar áfram sömu meðulin til að laða til sín nýja kjósendur https://stundin.is/grein/5593/sjalfstaedisflokkurinn-gaf-unglingum-afengi/
Starbuck, 10.10.2017 kl. 22:05
Hvað er þetta með þessa vinstrimenn? Skammast þeir sín fyrir skoðanir sínar eða hvers vegna öll þessi dulnefni?
Ragnhildur Kolka, 10.10.2017 kl. 22:39
Skál, Ragnhildur
Starbuck, 10.10.2017 kl. 22:45
Ég kannast við þetta bragð Starbuck. Vann á vinstrimenguðum vinnustað í >30 ár. Hvert sinn sem vinstrivillan var rekin á gat var brugðið á að slá öllu upp í grín.
En hvers vegna öll þessi dulnefni?
Ragnhildur Kolka, 11.10.2017 kl. 14:56
Mér finnst það ekkert grín að Sjálfstæðisflokkurinn sé að halda áfengi að unga fólkinu til næla sér í atkvæði, þetta var líka svona þegar ég var á þessum aldri - áfengi, pizzur og innantómir frasar. Þú ert greinilega sátt við þetta fyrst þú reynir ekki að svara málefnalega.
Starbuck, 11.10.2017 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.