Mánudagur, 9. október 2017
Persónuofsóknir í skjóli meintrar leyndarhyggju
Tískuorðið í þessari kosningabaráttu er ,,leyndarhyggja". Undir yfirskini meintrar leyndarhyggju er ráðist á persónur. Sigmundur Davíð fær á sig þannig árásir og sömuleiðis Bjarni Benediktsson.
Fjölmiðlamenn reyna að réttlæta persónuárásir með ,,leyndarhyggju" sem rök, nú síðast leiðarahöfundur Fréttablaðsins.
Til skamms tíma var litið svo á að perónulagir hagir fólks og fjölskyldulíf væri einkamál. En núna skal ekkert fara leynt, allt upp á yfirborðið í nafni gegnsæis.
Þetta hlýtur líka að gilda um fjölmiðlamenn. Vitað er að innan raða þeirra eru alkahólistar, þeir hafa viðurkennt það opinberlega. Hvernig vitum við, lesendur og áhorfendur, að þekktir alkahólistar á meðal blaða- og fréttamanna séu allsgáðir í vinnunni?
Raðhjónabönd tíðkast meðal sumra fjölmiðlamanna. Er ekki rétt að þeir geri grein fyrir því opinberlega hvers vegna þeim helst ekki á maka? Hér er það spurningin um dómgreind og persónulega lesti sem rétt er að almenningur eigi aðgang að. Við eigum jú að taka það gott og gilt sem fjölmiðlar segja okkur og verðum að geta treyst þeim sem þar starfa.
Sumir fjölmiðlamenn eiga unglinga á glapstigum, sem stunda afbrot og fíkinefnaneyslu. Verður ekki að upplýsa þau mál? Hvernig geta ónýtir uppalendur fjallað um stjórnmálamenningu þjóðarinnar? Þeir sem fara með opinbert vald, og það segjast fjölmiðlar gera - kalla sig fjórða valdið - ,verða að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Við stefnum hraðbyri í þá átt að ræna fólk einkalífi og sjálfsagðri persónuvernd. Fjölmiðlar ganga þar harkalega fram. Og fjölmiðlafólk getur ekki undanskilið sig sjálft. Allra síst frétta- og blaðamenn á opinberum styrkjum.
Athugasemdir
Stóri bróðir er stikkfrí.
Ég hlakka til þegar VG og Samfó ákveða að létta af 110 ára leyndinni yfir gerningum þeirra í tæru vinstri í nafni gegnsæis.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2017 kl. 11:16
Enn vegur Páll í sama knérunn en slær vindhögg því stjórnmálamenn eru opinberar persónur og því á ekki frasinn um persónuárásir við. Inntakið í grein Magnúsar Guðmundssonar er þetta:
Að ræða málefni lands og þjóðar án réttra upplýsinga er eins og að reyna að tefla blindskák án þess að kunna mannganginn. Líkurnar á að eitthvað vitrænt komi út úr slíkum tilburðum eru hverfandi.
Leiðin að málefnalegri umræðu liggur um opna stjórnsýslu og að stjórnmálamenn geri hreint fyrir sínum dyrum. Gleymum því ekki að við erum að ganga að nýju að kjörborðinu á innan við ári vegna leyndarhyggju og sérhagsmuna umfram hagsmuni almennings og einstaklinga sem eiga um sárt að binda af völdum úreltra laga og vondrar stjórnsýslu. Framtíðin er þeirra sem hafa ekkert að fela.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2017 kl. 11:31
Það er gaman að bera umræðuna núna saman við umræðuna um lekamálið í tíð Hönnu Birnu. Þá taldi það fólk sem nú tlar mest um leyndarhyggju það stórkostlegan glæp að upplýsingar um einn tiltekinn innflytjanda með einhverja forsögu skyldu birtar (leka). Samkvæmt umræðunni núna hefði átt að birta þessar upplýsingar obinberlega en ef það hefði verið gert á þeim tíma getur maður bara rétt ímyndað sér hávaðann í sama fólkinu og talar nú fjálglega um Þöggun og leyndarhyggju.
Stefán Örn Valdimarsson, 9.10.2017 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.