Sunnudagur, 8. október 2017
Samfylkingin er ESB-flokkur - áfram og endalaust
Árið 2009 sótti Samfylkingin, með velvilja Vinstri grænna, um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í mörg ár var ESB-umræðan aðalmál íslenskra stjórnmála.
Niðurstaðan var að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna dró tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu um áramótin 2012/2013.
ESB-umsóknin var einfaldlega misheppnuð. Umræða um umsóknina leiddi í ljós að ekki var grundvöllur fyrir ESB-aðild meðal þjóðarinnar.
En nú vill Samfylkingin enn og aftur gera okkur að aðildarríki Evrópusambandsins. Samfylkingarfólk ætlar aldrei að læra.
Tími krónunnar er liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Esb syndrómið virðist með eindæmum þrálátt. Samfylkingin hefði örugglege getað fundið beittari hníf í skúffunni hjá sér, en þann sem vona þvaðrar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.10.2017 kl. 20:36
Þessi rulla sem blessaður maðurinn þuldi á fundinum var ekkert annað en orðréttur endurflutningur á hinni skringilegu afstöðu Samfylkingarinnar að skilyrða afnám verðtryggingar við að Evrópudraumar þeirra fái að rætast. Engin sjálfstæð hugsun í gangi heldur bara sama gamla platan sett á fóninn sem staðlað svar við spurningunni um afnám verðtryggingar.
Þessi frekjulega hugarsmíð kratanna að skilyrða afnámið við Evrópudrauminn er eiginlega næstum jafn skringileg og ef Sigmundur Davíð myndi lofa því að afnema verðtryggingu, en bara ef við myndum öll byrja að ganga í lopapeysum og leyfa honum að innleiða hrossarækt á námsskrá grunnskóla.
Auk þess er um falska kenningu að ræða því það er ekkert beint orsakasamband milli aðildar að evrubandalaginu og afnámi verðtryggingar. Hvort um sig eru og munu alltaf verða sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnframt má benda á að allt regluverk ESB um lán til neytenda gildir nú þegar hér í gegnum EES og ekkert í því regluverki bannar verðtryggingu sérstaklega. Afnám hennar er því og mun alltaf verða á valdi íslenska löggjafans. Þetta viðurkenndu meira að segja tveir þingmenn Samfylkingar þegar þeir lögðu fram frumvarp á Alþingi um afnám verðtryggingar úr íslenskum lögum.
Því má spyrja sig hvort það sé heiðarlegt að halda enn fram evrukenningunni um afnám verðtryggingar þegar hún hefur verið margafsönnuð.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2017 kl. 23:47
Þvílíkt dómadags rugl um upptöku evru: Hvar ætlar þessi sauður að fá evrur þegar bþuið er að hækka kaupið um 30 % eftir velheppnað verkfall?
Þetta barn ekkir ekki íslenskan veruleika frekar en panni hans sem aætlað að flytja inn þúsundir Afríkunegra til Rangárvallasýslu.
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 00:03
pabbi hans sem ætlaðiað flytja inn , puttarnir eru of stórir
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.