Stundin/RÚV búa til reiðibylgju; Guardian segir satt

Í frétt Guardian um bankaviðskipti Bjarna Benediktssonar segir: ,,the Guardian has seen no evidence he broke any laws" (Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin.)

Stundin, sem RÚV eltir, tekur þetta atriði ekki fram. Tilgangur fréttaflutningsins er að efna til reiðibylgju í samfélaginu.

Fréttaflutningurinn er hlutdrægur og eftir því ómarktækur.


mbl.is Bjarni svarar fyrir Glitnisviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki búinn að lesa allar fréttirnar af þessu en var hann einhverstaðar sakaður um lögbort. Sýnist aðallega verið að tala um að hann hafi sem stjórnmálamaður verið í nánum tengslum við starfsmenn Glitnirs og notað sér sem fjárfestir upplýsingar sem menn höfðu ekki almennt um stöðu mála. Því ef svo hefði verið hefði hann væntanlega ekki frekar en ættingjar geta selt sína hluti í sjóðum og Glitni sjálfum.  Á meðan að aðrir vissu ekki neitt. Og hann var jú kjörinn fulltrúi þjóðarinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2017 kl. 13:06

2 Smámynd: Valur Arnarson

Magnús Helgi,

Hann seldi í sjóði 9 og keypti í sjóðum 5 og 7 og sat því fastur með peningana sína í einhver ár eins og aðrir.

Endurheimtur úr sjóðunum voru ekki vitaðar fyrr en löngu síðar. Ég keypti t.d. í peningamarkaðssjóði Landsbankans og það voru minnstar heimtur þar, þ.e. 70%. Sjóður 9 kom t.d. betur út.

Þetta mál er auðvitað allt stormur í vatnsglasi. Glitnir var þjóðnýttur 29. september, því var vitað 2 - 6 október að fme væri á fullu í þessu, að Bjarni hafi sent einhvern tölvupóst um eitthvað sem var almenn vitneskja hefur því ekkert að segja í málinu. Bara kosningatrix hjá Píratablaðinu Stundinni.

Valur Arnarson, 6.10.2017 kl. 13:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnú. Þegar gðið þitt Össur seldi bréf sín í Spron kortéri fyrir hrun meðan hann var ráðherra, þá stukku VG og Samfó til varnar og sögðu ekkert óeðlilegt né ólöglegt væri við það. Sem rétt var.

Hræsni ykkar og tvískinnungur fer örugglega að nálgast sögulegt heimsmet.

Hér er verið að stóla á lélegt skammtímaminni þjóðarinnar og endurvinna mál sem hefur verið rannsakað í ræmur og fjallað um. Er þetta örvæntingarfulla og síendurtekna skandalamakerí vitnisburður um algera málefnafátækt vinstrimanna? Hvernig væri svona til tilbreytingar að heyja kosningabaráttu á grundvelli málena í stað þess að ætla sér að komast áfram með pólitískum sýruárásum og mannorðstilræðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 14:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér kemur helst til hugar að Björt og Píratar hafi vitað þetta fyrirfram og sprengt síðustu stjórn að ósekju til að fylgja því eftir með þessum gerningi í von um aukið fylgi eða sigur í kosnungum.

Finnst það raunar liggja í augum uppi.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verða staðreyndir máls ómarktækar við það eitt að þær feli ekki í sér beinar sannanir um lögbrot? Samkvæmt sömu rökum yrði líklega flest sem skrifað hefur verið á þessa síðu að teljast vera ómarktækt, vegna þess að það felur ekki í sér beinar sannanir um nein lögbrot.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2017 kl. 18:14

6 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Guðmundur; auðvitað eiga menn að vera sekir uns sakleysi þeirra er sannað.  Það er réttlæti. Í þessu máli getið niðurrifsmenn þessa lands ekki einu sinni kallað: "löglegt en siðlaust".  Á þessum tímapunkt voru allir sem höfðu eitthvert vit að selja.  Mér finnst reyndar það sýna dálítið dómgreindarleysi af hálfu Bjarna að koma peningnum ekki burt í staðin fyrir að flytja hann á milli sjóða innan Glittnis.

Stefán Örn Valdimarsson, 6.10.2017 kl. 19:46

7 Smámynd: Egill Vondi

Stefán Örn, þú átt væntanlega við að menn eigi að vera saklausir þar til sekt er sönnuð. laughing

Egill Vondi, 6.10.2017 kl. 21:39

8 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Nei Egill: þetta átti að vera meinhæðni gagnvart orðum Guðmundar sem mér finnst í raun vera að halda því fram að þeir menn sem hugnast honum ekki í pólítík eigi að teljast sekir uns sakleysi þeirra sannast og í raun líka þó svo að sakleysi þeirra sannist. Sekir skulu þeir teljast hvað sem öllu líður.

Stefán Örn Valdimarsson, 6.10.2017 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband