Mistökin voru þín, Sigurður Ingi, ekki Sigmundar Davíðs

Sigurður Ingi segist hafa varið Sigmund Davíð í fjóra mánuði en síðan ákveðið að fella formanninn vegna þess að hann ,,viðurkenndi ekki mistök."

Sigmundur Davíð er sá stjórnmálamaður sem hefur gert mest rétt á skemmstum tíma í allri lýðveldissögunni. Í forsætisráherratíð Sigmundar Davíðs voru gerðar tvær best heppnuðu efnahagsaðgerðir í seinni tíma sögu; uppgjörið við þrotabú bankanna annars vegar og hins vegar skuldaleiðrétting heimilanna.

En Sigurður Ingi vildi að Sigmundur Davíð viðurkenndi mistök vegna pólitískra ofsókna RÚV og stjórnarandstöðunnar. Sigurður Ingi stóð með formanni Framasóknarflokksins í fjóra mánuði en sat í skjóli hans í ríkisstjórn í þrjú ár. Vanþakklæti tekur á sig ýmsar myndir.


mbl.is Enginn einstaklingur stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið er ég ánægð með færsluna,ég hafði lesið eftir Sigurð Inga að það væri ekkert þægilegt að sitja undir skítkasti þeirra sem gagnrýndu hann fyrir framboð sitt til formennsku,var það allt og sumt?  Hrikaleg tvöfeldni er í þessum manni... 

Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2017 kl. 16:20

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það verður ekkert af honum ( Sigmundi)tekið sem hann hefr gert. Og reyndar má ekki gleyma hlut Bjarna Benediktssyni í þeim gjörningi. En Hann gerði mistök sem fólust í því að hann sagði ekki þjóðinni satt um sína hagi og vill ekki viðurkenna mistökin. Það varð honum bara að falli. Og það þýðir ekkert að ráðast á Sigurð Inga. Hann átti engann þátt í þessu. Sigmundur getur sjálfum sér um kennt. Hættum nú að reyna að breiða yfir ósómann. Horfum á hlutina eins og þeir líta út í raun. Við viljum hafa heiðarleikann í fyrsta sæti þegar kemur að stjórnmálum.PUNKTUR BASTA.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 18:13

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Jósef. Efast ekkert um það að þú viljir að öll þjóðin

viti um þína hagsmuni og hvað þú hefur gert. Þetta kjaftæði

með Sigmund, sem var tekin þvílíkt að óvörum í þessu

viðtali, hefðu sennilega flestir runnið á rasskatið

með svör. Enda var hann boðinn í viðtal á allt öðrum

forsendum. Engum finnst athugavert með heiðarleikann hjá

RUV, sem tók forsetisráðherra okkar þjóðar í viðtal

til þess eins að ræða persónulegar eigur hans og konu.

Heiðarleikinn hjá Sigmundi gagnvart hans eiginkonu og þeirra

persónulegu eignir, kom þjóðinni ákkurat ekkert við.

Heiðarleikinn felst í þeim sem eru í forsvari fyrir þjóð.

að þeir séu að vinna að þjóðarheill, eins og Sigmundur gerði,

og margir eru óþakklætir fyrir, en ekki í einhverju persónulegu

sem kemur okkur ekkert við. Ef Sigmundur hefði verið að leyna einhverju

sem gat komið okkur illa er allt annað mál. Svo var bara ekki.

Flestir þeir sem sjá ofuraugum yfir hans gjörningi með sína konu,

með sinn arf, gleyma því að allt þetta var löglegt. 

Gefið upp til skatts og greitt af samkvæmt lögum.

En vitandi af þrælslundinni og hundseðlinu hjá almenning,

þá nýttu sér þau öfl sem vildu Sigmund til hliðar, ákkurat þessa

takta, vitandi af því að almennigur mundi gleypa agnið.

Sem hann svo gjörði.

Það er svo til skammar fyrir okkar þjóð að hafa tekið

undir þetta RUV kjaftæði og koma einum besta

forsætisráðherra frá, sem hefur sennilega í lýðveldsissögunni,

reynst okkur sá besti.

Almenningur hefur ekki ennþá skilið þá gjörninga sem

hann kom til leiðar og okkur til góðs.

Með því að koma honum frá, var ekket mál fyrir vogunarsjóðina

að ná sýnu framm, enda enginn í stjórn sem myndi andmæla

þeirra kröfum. Húrra fyrir RUV og húrra fyrir gjörspilltan

fjármálaheim. Þeim tókst það sem þeir vildu og almenningur

spilaði með.

PUNKTUR BASTA.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.10.2017 kl. 18:47

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það mætti halda því betur til haga í þessari umræðu allri að Sigurður Ingi hafði lofað og fullvissað Sigmund Davíð um að hann myndi ekki undir neinum kringumstæðum bjóða sig fram gegn honum í formannsstætið.  Þetta loforð, sem mætti kalla heiðursmannasamkomulag, kom fram í viðtölum við Sigurð sjálfan skömmu eftir að Sigurður sem varaformaður hafði tekið við forsætisráðherra nafnbótinni af Sigmundi í fyrra.   Það þýðir því ekkert fyrir Sigurð að reyna að leyna því að hann hafi gefið þetta loforð þó svo hann hafi síðar að spurður gefið loðin svör. Nú liggur fyrir að Sigurður sveik þetta samkomulag.  Það er því vægast sagt skondið að heyra Sigurð Inga sífellt tala um að menn verði að sýna traust og vera traustsins verðir.  Sigurður virðist ekki telja að þetta með traustið þurfi að gilda um hann sjálfan.  Það var virkileg dapurlegt að horfa uppá varaformanninn Sigurð svíkja þetta heiðursmannasamkomlag við formanninn Sigmund Davíð í fyrra.  Satt best að segja verður manni hálf ómótt að hlusta á þetta síendurtekna tal um mikilvægi trausts af munni Sigurðar Inga.

Daníel Sigurðsson, 1.10.2017 kl. 19:05

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigurður. Ertu að misskilja mig. Það sem Sigmundur hefur gert: Skuldaleiðréttingin og afnám gjaldeyrishafta. Það er bara gott mál. En þegar hann er síðan staðinn að því að vera ekki heiðarlegur þjóðina þá er mér ofboðið. Því samkvæmt mínum viðmiðum þá er heiðarleikinn númer 1.2.og 3 þegar kemur að stjórnmálamönnum . Það skiptir engu máli um "Hvort hann  er boðinn í viðtal á allt öðrum forsendum. " Það sakfellir hann ekki. Eiga stjórnmálamenn ekki að vera tilbúnir að fá óþægilegar spurningar? Þeir eiga ekki að geta stjórnað því fyrirfram hvaða spurningar þeir fá, er það? 

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 19:09

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Daníel. Það hefur nú komið fram að ekkert loforð var gefið um mótframboð. Þetta eru einngis fullyrðing Sigmundar Davíðs og hann hefur bara reynst ótrúverðugur. Enda er það aðalsmerki lýðræðis að ekki er hægt að skilyrða menn um það að hann megi ekki bjóða sig fram til embættis eða starfa. Það felst nú bara í stjórnarskránni .

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 19:15

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Jósef,  ef það hefur einhvers staðar komið fram “að ekkert loforð var gefi um mótframboð“, eins og þú segir, þá er það hreinn skáldskapur, því orð Sigurðar Inga sjálfs skömmu eftir forsætisráðherraskiptin  í fyrr staðfest hið gagnstæða. Það þarf sem sagt ekki frekari vitnana við að þetta loforð var gefið hvað svo sem billegar eftirá skýringar segja.

Daníel Sigurðsson, 1.10.2017 kl. 19:28

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En eftir stendur þá að ekki er hægt að gefa slíkt loforð Daníel. Reyndar minnir mig að Sigurður hafi sagt að Sigmundur hafi orðað þetta við sig og hann hafi ekkert gert með það.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 19:45

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þann 23.sept 2106 var þessi frétt í Vísi:

„Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum.”


Á þessum tímapunkti á fundi þingflokksins virðist Sigurður Ingi ekki vera búinn að upplýsa flokkssystkin sín um ákvörðun sína.  En við komuna á Akureyri þennan sama dag var annað upp á teningnum.

“Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram.

Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu.”

Furðuleg hugljómun Sigurðar Inga á u.m.b. tveggja tíma bili að taka ákvörðun um að bjóða sig fram.  Einnig er það nokkuð sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að geta ekki upplýst fyrst, sitjandi formann um þá ákvörðun sína, að fara fram gegn honum, eftir þá góðu samvinnu, trúnað og vináttu, sem sífellt er haldið á lofti að ríkt hafi hjá flokknum á þessum tíma.

Ber þetta vott um vinarþel og heiðarleg vinnubrögð?

Benedikt V. Warén, 1.10.2017 kl. 20:54

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hallarbylting Sigurðar, fömlu sambandsklíkunnar og kaupfélags skagfirðinga hefur fallið um sjálfa sig.

Farið hefur fé betra.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 20:55

11 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Jósef,  það er auðvitað ekki hægt að finna því stað í stjórnarskánni að mönnum sé ekki frjálst að gera heiðursmannasamkomulag af þessum toga sem um ræðir.  Andi stjórnarskrárinnar er þvert á móti sá að menn skuli ekki notfæra sér erfiðleika eða neyð annarra eins og í þessu tilviki. En það voru tímabundir erfiðleikar sitjandi forsætisráðherra að verjast vægðarlausum  fjölmiðla-ágangi sem hindruðu hann í því að geta sinnt hans mikilvææga starfi  sem skyldi fyrir þjóðina. Heiðursmannasamkomulag af þessum toga var því fullkomlega eðlilegt á milli formannsins og varaformannsins.

Daníel Sigurðsson, 1.10.2017 kl. 21:10

12 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Jósef..!!

Fyrir mig skiptir það engvu máli hvort þú notar

klósettið þitt heima hjá þér eða hjá einhverjum öðrum.

Þjóðinni kemur það ekki við.

Ef þér er ofboðiði um að vita hvernig fólk gerir

þarfir sínar, þá þú um það.

Allt þetta kjaftæði með eignir konu hans og hvað

hún gerir, kemur okkur ekkert við.

Það sem kemur okkur við, er hvort sá stjórnmálamaður

sem við kjósum á þing sé að vinna fyrir þjóðina.

Sé hann ekki af því, þá skulum við draga hann í svaðið.

Meðan þjóðarheill nýtur þess að hafa haft þennan

skelfilegan mann við völd, kostað tugi milljarða

fyrir vogunarsjóði, þá er það gott og blessað.

En af einhverjum hvata, sem vinstra fólk er,

þá getur það aldrei séð sólina þegar hún er í boði.

Þegar allt gengur vel og allt í góðri vegferð,

þá liggja þessar druslur vælandi um hvað allt sé

ömurlegt og vont.

Hvenær er gott vont og vont gott..??

Mottóið hjá vinstri mönnum,

"Þegar allir hafa það jafn slæmt."

Þá er allt gott.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.10.2017 kl. 21:38

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Menn ættu ekki að vera að fullyrða að þeir fylgi engum í pólitík,eins og Jósef skrifar einhversstaðar,þó ekki svona orðrétt.hann ríkur nánast allstaðar til og tekur upp þykkjuna fyrir vinstrið gagnrýni menn gerðir þeirra með rökum,hlutleysið tekur á sig ýmsar myndir.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2017 kl. 00:46

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er það ekki frábært að stuðningsfólk SGD fær núna tækifæri til að kjósa flokk hans? Það finnst mér.

Wilhelm Emilsson, 2.10.2017 kl. 05:25

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

SDG átti þetta að vera.

Wilhelm Emilsson, 2.10.2017 kl. 05:25

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helga , ekki spyrða mig við vinstri flokkana, plís.Ef þú  En málið er bara það að Sigmundur virðist líta á lýðræðið undarlegum augum. Það mátti ekki bjóða sig fram á móti honum sem formanni og síðar þegar kemur mótframboð á efsta sætið fyrir norðan þá lítur hann á það sem aðför að sér og segir sig úr flokknum. Er þetta ekki bara vælukjói. Sigurður Kristján: ég á mjög erfitt með að skilja þessar færslur þínar.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.10.2017 kl. 07:09

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga, sem sagt ef maður er hægri skv. þínu mati, þá samþykkir maður vibbann skilyrðislaust, meira bullið í þér. En ef maður samþykkir ekki vibbann, þá er maður vinstri, eða einhver laumukommi, eins og það sé mælikvarði þinn og ykkar. Það er sem ég segji, hjá þér og þínum, skiptir öllu máli hvaðan vibbinn kemur.   

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband