RÚV skuldar Sigmundi Davíð tugi milljóna króna

RÚV hannaði fréttir um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs þáverandi forsætisráðherra væri skattsvikari. Nú liggur það fyrir að Anna Sigurlaug ofgreiddi skatta.

RÚV var aldrei með nein gögn um meint skattsvik. Þegar Sigmundur Davíð gagnrýndi RÚV fyrir rangan fréttaflutning gaf útvarpsstjóri út yfirlýsingu sem er bláköld lygi.

RÚV greiddi 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna fréttaflutnings í máli sem er mun smærra en mál Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs. Samkvæmt því fordæmi eiga hjónin inni tugi milljóna króna hjá RÚV.

Peningar og siðlaus fréttamennska RÚV eru eitt í þessu máli. Annað og verra er að rangur fréttaflutningur RÚV felldi sitjandi ríkisstjórn og stuðlaði að tvennum þingkosningum og stjórnarkreppu sem varir enn.

Fréttastofa RÚV er mesta óþurftarstofnun í sögu lýðveldisins.


mbl.is Ofgreiddi skatta vegna Wintris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mig grunar að sú ákvörðun Sigmundar Davíðs að rifja upp Wintris-málið verði honum ekki til framdráttar í kosningabaráttunni.

Wilhelm Emilsson, 2.10.2017 kl. 07:48

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Snérist aðal deilan ekki fyrst um það hvort að þau hjónin ættu einhverja peninga í gegnum Wintris á Tortóla?

Sigmundur vildi ekki viðurkenna það  og sagði nú nýverið við Einar fréttamann á RUV að það væru engar undirskriftir sem að styddu það,

Þess vegna snérist Sigurður gegn honum fyrir að viðurkenna það ekki og bauð sig fram gegn honum.

Nú kemur það skýrt fram hjá Sigmundi sjálfum að þau hjónin áttu þarna

1 milljarð.

-----------------------------------------------------------------

Nú er önnur deila í loftinu um ofgreidda skatta; það er svo annað mál.

Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 08:16

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

 Í fyrsta lagi: RÚV hefur aldrei flutt neinar fréttir af því að Anna Sigurlaug eða Sigmundur Davíð væru skattsvikarar.

Í öðru lagi: Eftir að Wintris komst í hámæli sendu þau hjón inn leiðréttingar á skattskýrslum sínum nokkur ár aftur í tímann. Skattstjóri endurákvarðaði í kjölfarið skatt sem þeim bæri að greiða. Við VITUM EKKI hvað sú endurákvörðun fól í sér, hvort hún hækkaði eða lækkaði þær skattgreiðslur sem þau hjón höfðu áður innt af hendi, því Sigmundur hefur EKKI UPPLÝST um það.

Hjónin voru ekki sátt við niðurstöðu skattstjóra og kærðu, og yfirskattanefnd úrskurðaði að álagning sem ákvörðuð hafði verið af ríkisskattstjóra skyldi lækkuð.

Skeggi Skaftason, 2.10.2017 kl. 10:49

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Alveg finnst mér stórmerkilegt, að Páll skuli geta réttlætt vibbann komi hann bara frá réttum aðilum, SDG í þetta sinn. Ég get nánast hengt mig upp á það, hefði svipað gerst fyrir t.d. formann Samfylkingar, úff þá myndi Palli ekki spara stóu orðin, sá fengi að heyra það. þetta kallast á góðri íslensku HRÆSNI. Vandamálið fyrir Pál er kannski það, svona vibbi, og fleiri vibbar koma bara fyrir hjá framsjöllum, amk þeim þjóðkjörnu. 

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 11:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Þórhallsson.

Nei þetta mál snerist ekki um það að neinn ætti peninga á Tortola og ekki heldur hvort þeir hefðu verið gefnir upp til skatts.

Málið snerist um að að eiginkona forsætisráðherra reyndist vera eigandi félags sem var meðal kröfuhafa föllnu bankanna, þeirra sömu og eiginmaður hennar var á sama tíma að hlutast til um uppgjör við.

Höldum okkur við staðreyndir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2017 kl. 12:00

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jónas Ómar, þú segir mig hræsnara vegna þess að ég myndi hugsanlega gera eitthvað. Er þetta ekki full langt gengið í samfóisma?

Páll Vilhjálmsson, 2.10.2017 kl. 12:04

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það verður að gera þá lágmarkaskröfu til einkafjölmiðils, sem á sér fastan lesendahóp upp á 2-3 þúsund manns á dag, að hann fari rétt með.Sigmundur og Frú Sigurlaug líta út fyrir að vera bæði siðblind og siðlaus og föst í lyga og réttlætingarvef vegna Wintris málsins, sem kom upp í kjölfarið á birtingu Panamaskjalanna.  Eftir að það komst upp þá sendu þau inn leiðréttingu á skattframtali og fengu sektarálagningu sem nú var verið að lækka.  Nú gengur málflutningur Sigmundar og Sigurlaugar út á að þau hafi unnið mál gegn ríkisskattstjóra vegna óréttlátrar skattlagningar. Ég krefst þess að þetta hyski verði látið sæta geðrannsókn og niðurstaða greiningarinnar birt opinberlega svo rétta megi af siðferðishallann í umræðunni vegna endurkomu Sigmundar Davíðs í stjórnmálin.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2017 kl. 12:06

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snýst ekki um skatta Jóhannes.

Heldur að maki forsætisráðherra reyndist kröfuhafi bankanna.

Þeirra sömu og hann var að hlutast til um uppgjör við.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2017 kl. 12:09

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Guðmundur, þessi færsla snýst um skattamál þeirra hjóna.  Ég er að svara Páli en ekki Jóni Þórhallssyni.

Hins vegar er nauðsynlegt að taka aftur upp umræðuna um Panamaskjölin og hvort fleiri stjórnmálamenn eigi eftir að afhjúpast í þeim sorahaug. Að því leytinu er gott að þetta kemur upp núna. Panamaskjölin verða þá eitt af kosningamálunum og ósvíst að þá sleppi Bjarni Ben eins létt og hann gerði vegna Wintris félags Sigmundar Davíðs.  Því glæpur RUV var ekki að fjalla um Wintris og Sigmund Davíð.  Glæpurinn var að ganga ekki jafn hart fram gegn Bjarna og öðrum áhrifamönnum sjálfstæðisflokknum, sem komu fram í Panamalekanum.

Að Bjarni skuli sitja enn sem fastast er aðal ástæðan fyrir þeim óróa og óstöðugleika sem hér ríkir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2017 kl. 12:35

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta eru málalok og niðurstaða yfirskattanefndar sem kvað upp úrskurð sinn 22.sept síðastliðinn og var birtur fyrir helgi. 

Skeggi Skafta; flutti eða hannaði hver er munurinn? Náði það ekki alla leið til skrílsins sem barði bumbur við Alþingishúsið?

Það ætti að flytja endurunnið (hreinsa mynd og taltruflanir) myndband Guðbjörns Jónssonar þar sem hann fer yfir nánast hvert einasta atriði árásar Jóhannesar á Sigmund forsætisráðherra.- 

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2017 kl. 13:12

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Páll, aðal inntak athugasemdar minnar er það, það virðist skipa máli hvar í flokki, eða hvaða persóna á í hlut þegar kemur að gagnrýni þinni á viðkomandi vegna þeirra gjörða. Þú getur ekki neitað því, að þú hefur haft uppi mjög óvægna gagnrýni á Samfylkinguna, reyndar alla þá flokka sem teljast til vinstri, því tók ég formann Samfylkingarinar sem dæmi, væri hann í sömu aðstöðu og SDG. Hvöss gagnrýni þín í þá átt hefur komið fram af margfaldlega minna tilefni en því sem á við SDG, framsóknar og sjálfstæðisflokkinn.  

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 13:16

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jónas Ómar og aðrir lesendur, eins og þið eflaust vitið er þetta blogg, Tilfallandi athugasemdir, mitt einkaframtak í almennri þjóðmálaumræðu.

Yfir tíu þúsund bloggfærslur liggja á Tilfallandi athugasemdum. Þar er tekin afstaða til manna og málefna frá sjónarhorni höfundar.

Án efa er það rétt hjá Jónasi Ómari að höfundur er gagnrýnni á Samfylkinguna en t.d. Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna. En það er einfaldlega vegna þess að höfundur telur fleiri atriði gagnrýnisverð hjá Samfylkingu en öðrum flokkum.

Aðrir kynnu að hafa þá skoðun að Samfylkingin sé lofsverð og aðrir flokkar síður. Þeir kynna það sjónarmið á þeim vettvangi sem þeir kjósa. Við búum sem betur fer í samfélagi frjálsrar umræðu.

Tilfallandi athugasemdir taka þátt í þeirri umræðu með þá sannfæringu betra sé að fleiri en færri taki til máls. 

Páll Vilhjálmsson, 2.10.2017 kl. 13:29

13 Smámynd: Jón Bjarni

Jæja.. eigum við nú ekki aðeins að skoða þetta? 

Aflandsfélagið Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur um árabil. Mánuði eftir að tilvist félagsins var opinberuð fyrir heimsbyggðinni, og greint var frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefðu átt þetta félag, sendu hjónin bréf til ríkisskattstjóra þar sem óskað var eftir að skattframtöl þeirra frá 2011 til 2015 yrðu leiðrétt og þau opinberu gjöld sem þau áttu að greiða á tímabilinu yrðu endurákvörðuð. Í bréfinu gengust þau meðal annars við því að skattstofn eigna Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn.

Þau semsagt gerðu bara ekki neitt í því að borga skatta fyrr en upp komst um leynifélagið.. þau kannski bara voru búin að gleyma þessu félagi árin þar á undan?

Jón Bjarni, 2.10.2017 kl. 13:49

14 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Jón Bjarni,

Ég var líka að lesa samantekt Kjarnans en þar er því haldið fram, eins og þú bendir á að Wintris hafi ekki greitt skatta í samræmi við lög og reglur um árabil.

Þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að árið 2012, þá vissi Viðskiptablaðið upp á hár, hvaða eignir Anna Sigurlaug ætti, vegna þess að hún borgaði 19 milljónir í auðlegðarskatt það árið. Hvað finnst þér um það Jón Bjarni ? Var Viðskiptablaðið að ljúga ?

Hér er svo umfjöllun Viðskiptablaðsins frá árinu 2012:

Umfjöllun viðskiptablaðsins

Valur Arnarson, 2.10.2017 kl. 16:03

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Valur, athugaðu að Kjarninn heldur því alls ekki fram að Sigmundur og Anna Sigurlaug enga skatta greitt af Wintris-fénu, aðeins að þau hafi ekki greitt í  samræmi við lög og reglur. Sem er jú akkúrat það sem þau hjón viðurkenna í bréfi sínu til Ríkisskattstjóra frá því í maí 2016.

Skeggi Skaftason, 2.10.2017 kl. 16:22

16 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Skeggi,

Það er alveg hárrétt. Kjarninn heldur því ekki fram. Ég á eftir að leggjast betur yfir þetta. Bara svo óþolandi þegar það eru innihaldslausar fullyrðingar á bága bóga. Það er alls ekki hægt að sjá á umfjöllun Kjarnans, að um einhverskonar brotavilja hafi verið að ræða hjá þeim hjónum.

Kv.

Valur Arnarson, 2.10.2017 kl. 16:35

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Valur Arnarson, það hefur enn sem komið er 3 þjóðkjörnir aðilar verið uppvísir að eignum á aflandssvæðum, og koma fram í Panamaskjölum, Bjarni Benediktson, Júlíus Ingvarson og SDG. Til hvers er verið að stofna slík félög, stofnkostnaður langt umfram venjulegan stofnkostnað. Fólk verður að gera sér grein fyrir, þetta hefði ekki komist upp á yfirborðið, nema vegna uppljóstrana á gögnum margnefndrar lögfræðistofu. SDG selur hlut sinn í félagi sem átti miljónir dollara á 1 dollar, mínútum fyrir þann tíma, sem þingmönnum var skylt að gefa upp slíkar eignir. það er vitað, að hundruðir íslendinga eigji félög á aflandseyjum, það er eitt. Annað er þegar þjóðkjörnir aðilar eiga í hlut, bara allt annað mál.   

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 17:43

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Páll, ég ætla að mæra þig aðeins. Ég ber mikla virðingu fyrir þér að hafa þann vilja og þol  til þess að halda úti svona síðu ár eftir ár. Eðlilega er fólk misjafnlega sammála þér, þó það nú væri. En enn er ekki komin fram 1 ríkisskoðunwink

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 18:01

19 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Jónas Ómar,

Félag sem Bjarni var aðili hélt utan um eign í Dubai. Hann gekk út úr kaupunum 2008 og fór félagið í afskráningaferli árið 2009 eða árið sem hann bauð sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta var bara það sem bankarnir hérna buðu fólki uppá. Hefur þú einhverja ástæðu til að rengja ætlun þessa fólks ? Ef svo er, hvaða ástæðu hefur þú til þess ?

Kv.

Valur Arnarson, 2.10.2017 kl. 18:03

20 Smámynd: Jón Bjarni

Valur, eftir að upp komst um félag þeirra hjóna í skattaskjóli þá höfðu þau samband við skattinn og létu vita af því að þau hefðu vantalið tekjur vegna félagsins og leiðréttu skattskil nokkur ár aftur í tímann.. ÞAu borguðu síðan einhverja upphæð í skatta, síðan þegar skatturinn hefur lokið sér af þá kemur í ljós að þau höfðu greitt meira en þeim bar vegna þessa. 

Að halda því fram að þau hafi á einhvern hátt borgað of mikinn skatt er jafn mikil þvæla og ef þú værir gripinn við búðarhnupl og ákvæðir að borga til baka 20 þús krónur. Við skoðun kæmi svo í ljós að þú stalst bara fyrir 14 þús - myndir þú þá slá sjálfan þig til riddarea fyrir að hafa ofgreitt fyrir það að bæta upp stuldinn?

Jón Bjarni, 2.10.2017 kl. 18:11

21 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Bjarni,

Hvar hefur það komið fram að þau hafi "vantalið tekjur" ?

Ég er með grein Kjarnans fyrir framan mig og þar stendur orðrétt:

Hvað þýðir þetta? Jú, umboðs­maður þeirra hjóna, sem sam­kvæmt grein Sig­mundar Dav­íðs í Frétta­blað­inu í dag er end­ur­skoð­andi, sendir bréf til skatt­yf­ir­valda þar sem hann til­kynnir þeim að hjónin hafi ekki gert upp í sam­ræmi við lög og regl­ur. Það er því ekki ályktun Kjarn­ans að skatt­fram­tal þeirra hjóna hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og regl­ur, heldur segir umboðs­maður þeirra það sjálf­ur.

Og meira hér:
Vert er að taka fram að þetta þarf ekki að vera refsi­verð hátt­semi. En það breytir því ekki að hjónin töldu ekki fram með réttum hætti og ósk­uðu þess, eftir að hafa verið opin­beruð fyrir heims­byggð­inni í umfjöllun um Pana­ma-skjöl­in, að fá að leið­rétta það.

Mér sýnist umfjöllun Kjarnans, hafa borið þig ofurliði í herferð þinni gegn Sigmundi. Ekki fagna of snemma.

Valur Arnarson, 2.10.2017 kl. 18:20

22 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig er hægt að þræta fyrir þá staðreynd að nokkrum vikum eftir að upp kemst um leynifélag þeirra hjóna þá hefur lögmaður á þeirra vegum samband við skattayfirvöld og tilkynnir að það þurfi að endurskoða skattskil þeirra hjóna nokkur ár aftur í tímann með tilliti til þessa félags?

Varla trúir þú því að það hefðu gefið þetta upp ef ekki hefði komist upp um þetta eignarhald?

Jón Bjarni, 2.10.2017 kl. 20:01

23 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta eru málavextir beint úr úrskurði YSKN - þarna kemur fram að það er ekki fyrr en eftir að upp kemst um félagið að þau virðast ákveða að gera upp skattskil sín því tengdu í samræmi við lög og reglur

"Málavextir eru þeir að með erindi til ríkisskattstjóra, dags. 13. maí 2016, óskaði umboðsmaður kærenda eftir því að skattframtöl kærenda gjaldárin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. Í bréfinu kom nánar tiltekið fram kærandi, A, væri eini eigandi félagsins X Ltd., sem heimilisfast væri á Bresku Jómfrúreyjum. Hefði A lagt félaginu til lánsfé til fjárfestinga á árinu 2008 og samanstæðu eignir félagsins af hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum, markaðsverðbréfum og innlánum í banka. Hefðu eignir sem skráðar hefðu verið á X Ltd. verið taldar fram til skatts sem þær væru eignir A sjálfrar og tekjur af eignum þessum taldar fram sem fjármagnstekjur hennar samkvæmt 3. mgr. 66. gr., sbr. 1.-8. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Hefði þannig í raun verið horft fram hjá tilvist X Ltd. í skattskilum kærenda að öðru leyti en því að hlutareign A í félaginu hefði verið talin fram á kaupverði meðal eigna hennar. Ekki væri hins vegar útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum kærenda gjaldárið 2011 og síðar eftir efni 57. gr. a laga nr. 90/2003, sbr. 3. gr. laga nr. 46/2009, og reglugerðar nr. 1102/2013, um skattlagningu vegna eignarhalds í lögaðilum á lágskattasvæðum (CFC-reglum). Væru skattstofnar kærenda gjaldárin 2011 til og með 2016 því leiddir fram í erindinu í samræmi við framangreindar reglur. Ekki hefðu verið gerðir ársreikningar fyrir X Ltd. þar sem ekki væri fyrir að fara reglum í heimilisfestaríki félagsins er legðu skyldur á félagið til að standa skil á ársreikningum. Nú hefði ársreikningum fyrir árin 2010 til og með 2015 hins vegar verið stillt upp efnislega í samræmi við ákvæði laga nr. 3/2006, um ársreikninga, og fyrrnefnda reglugerð nr. 1102/2013"

Jón Bjarni, 2.10.2017 kl. 20:03

24 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll aftur Valur. Staðreyndin er einfaldlega þessi, þeir þjóðkjörnu aðilar sem koma fram í Panamaskjölum, sama hvers eðlis, eru persona non grata hvort sem þér líkar betur eða verr. Hvað þá aðra hundruð íslendinga varðar sem þar eru er bara allt annað mál, og er önnur umræða.

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2017 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband