Birni Inga fylgir siðleysi

Fyrrum hjákona Björns Inga Hrafnssonar reyndi að kúga fé úr forsætisráðherra. Þegar Björn Ingi var borgarfulltrúi seldi hann fjölskyldusilfur Orkuveitunnar til auðmanna og grét í sjónvarpsmyndavélar þegar upp komst um strákinn Tuma.

Björn Ingi stofnaði Samvinnuflokkinn þegar hann varð þess áskynja að Sigmundur Davíð væri á leið úr Framsóknarflokknum. Bingi, eins og hann er kallaður, segir Samvinnuflokkinn fjöldahreyfingu er gangi ,,einhuga" til fylgis við Miðflokk Sigmundar Davíðs.

En Samvinnuflokkurinn er ódýrt áróðursbragð með einn siðlausan félaga. Að upplagi er Bingi pólitískur rótari og á heima baksviðs. Verði Bingi í framlínu Miðflokksins yrði það auglýsing um að siðleysið sé aftur mætt í íslenska pólitík.

 


mbl.is Sigmundur með forystu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að Sigmundur ætti að halda sér sem lengst frá honum ef hann ætlar að vinna traust. Stuðningsyfirlýsing Binga gerði meira ógagn en gagn.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2017 kl. 09:30

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sama á við um liðhlaupann Gunnar Braga sem hrökklaðist ekki burt úrFramsókn, fyrr en hann sá að hann átti ekki séns og að honum yrði hafnað af félögum sínum í NV kjördæmi og þá ætlar hann að hrökklast í fangið á Sigmundi. Gunnar Bragi er einhver mesti ódráttur Framsóknar síðan Finnur Ingólfs reið þar röftum.

Fyrsta lagi reyndist hann algerlega óhæfur sem utanríkisráðherra og klúðraði afturköllun ESB umsóknarinnar með sérlega aulalegum hætti.

Í öðru lagi hagaði hann sér eins og vanviti í Úkraínu deilunni.

Í þriðja lagi gekk hann undir ESB og pólitíska rétttrúnaðinn á Íslandi og setti okkur með Brussel valdinu í að setja viðskiptabann á Rússland, sem hefur kostað þjóðina og einkannlega vinnandi fólk eins og bændur og sjómenn ómældar fjárhæðir og varanlegt tjón.

Svo vælir hann núna, ætli hann grenji sig inn á lista hjá Samfylkingunni ef Sigmundur hefur vit til þess að hafna honum !

Gunnlaugur I., 29.9.2017 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband