Sigurður Ingi sundraði Framsókn

Sigurður Ingi sundraði Framsóknarflokknum með framboði til formanns kortéri fyrir þingkosningarnar í fyrra. Sigmundur Davíð formaður stóð höllum fæti vegna árása fjölmiðla á eiginkonu hans, sem fékk arf og geymdi þá peninga á útlendum bankareikningi en greiddi skatt af hér heima.

Engin innistæða var fyrir þessum árásum enda aldrei um að ræða brot á lögum og reglum um meðferð fjármuna. Í moldviðrinu áttu framsóknarmenn að standa saman og fylkja sér um formann er gerði flokkinn að ráðandi afli í stjórnmálum

En Sigurður Ingi greip tækifærið, hvattur áfram af flokkseigendum, og felldi sitjandi formann.

Nú situr Sigurður Ingi í rústum Framsóknarflokksins og segir: ,,sterkust þegar við stöndum saman."

Það var og.

 


mbl.is „Sterkust þegar við stöndum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Smá athugasemdir Páll, ef ég má. Pabbi Sigurlaugar er ekki dáinn svo við erum ekki að tala um arf.  Þarna er um fyrirframgreiddan arf að æða sem hún fékk eftir að þau skötuhjúin, hún og Sigmundur hótuðu kallinum lögsókn. Dæmi svo hver fyrir sig um mannkosti þessara hjóna. 

Um hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf til íslenskra skattayfirvalda höfum við aðeins orð Sigmundar fyrir því að þar hafi allt verið lögum samkvæmt.  En sjálfur varð hann uppvís að hvítri lygi um sinn hlut í þessum Tortólapeningum því hann var löngu sestur á þing þegar nafn hans var hreinsað úr prókúrulista Wintris. Málmyndagerningur hvað!!!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.9.2017 kl. 20:03

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef menn vilja kalla lýðræðislega kosningu að "að fella sitjandi formann" þá er það svo sem í lagi.

Wilhelm Emilsson, 25.9.2017 kl. 21:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

það eru vond býtti að fá VG í staðinn fyrir Framsókn hvað þá Pírata, Viðreisn eða BF

Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 21:43

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Pínu fyndið þetta tal um "flokkseigendur", alltaf koma menn með svona frasa þegar þeir lúta í lægra haldi í flokki sínum, jafnt þó það gerist í lýðræðislegum kosningum á fjölmennum fundi flokksmanna. 

Hverjir voru það annars sem komu Sigmundi í formannssætið á sínum tíma?  Var það ekki nákvæmlega sama flokkseigendaklíka??

Skeggi Skaftason, 25.9.2017 kl. 23:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auðvitað má kalla flokkseigendur öldungaráð,en það var nú fólk úr öllum flokkum að verjast fáheyrðum yfirgangi Vg.og Samfylkingar til 4-a ára í stjórn landsins,sem flykktist um þessa Íslands sterkustu baráttumenn sem tóku þá við..Ólíkt höfumst við að Skeggi hvort sem hallar á gengi okkar ellegar ykkar í kosningum. Þið sækist í að brjóta múra lýðræðisins en við eigum ekkert eftir hrun nema íslenska foldu til að vera á og treysta á dugmikla hugsjónamenn í stjórn landsins.   

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2017 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband