RÚV og skandalpólitík vinstrimanna

RÚV kyndir undir kosningabaráttu vinstrimanna með hönnuðum fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld var dæmigert mannlífsefni gert að fyrstu frétt beggja aðalfrétta RÚV, kl. sex í útvarpi og klukkutíma síðar í sjónvarpinu.

Mannlífsefnið var viðtal við fórnarlamb í kynferðisbrotamáli, þar sem dómur gekk fyrir heilum 14 árum. Umfjöllun af þessu tagi verður ekki að fyrstu frétt nema mikið liggi við. RÚV vildi gera kynferðisbrot að pólitísku stórmáli, þess vegna kom fréttamaðurinn því inn í viðtalið að ríkisstjórnin hefði sprungið vegna umræðu um uppreisn æru.

Vinstrimenn læsir á fjölmiðla og áhrifamátt þeirra kveiktu strax á perunni; hér er gott stöff til að æsa lýðinn upp. Samfylkingarmaðurinn og almannatengillinn Andrés Jónsson birti þessa færslu á fésbók kl. 18:24 á fimmtudag, þ.e. á meðan umfjöllun RÚV stóð yfir:

Gríðarlega sterk umfjöllunin í Speglinum rétt í þessu á Rúv og mikið hugrekki þolenda sem stigu þar fram og sögðu hlið sína á stóra málinu í samfélaginu.

Viðtalið var raunar aðeins við eina nafngreinda manneskju og aðra nafnlausa. En Andrés breytti yfir í fleirtölu og lætur að því liggja málið sé nýtt en ekki 14 ára og fjöldi fórnarlamba hafi ,,stigið fram". Í vinstrikreðsum kunna menn að búa til fimm hænur úr einni fjöður.

RÚV hannar fréttaflutning af þessu tagi þegar reiða skal til höggs. RÚV lagði sig í líma að snúa stjórnmálaumræðunni upp í kynferðisbrot enda áttu þau að vera skandallinn í þessari kosningabaráttu. Markmiðið er að fá almenning til að trúa því að stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, sé meðvirkur í kynferðisbrotum.

Í beinu framhaldi af umfjöllun RÚV skriðu undan steini þekktir ofstækismenn í vinstratrúboðinu og klöppuðu sama stein. Björn Bjarnason ræðir þessi skrif.

Mótmælin ,,Raddir fólksins" áttu að hleypa kosningabaráttu vinstriflokkanna formlega af stað. Þar átti að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn væri óalandi og óferjandi. En það mistókst. Fáir mættu og mótmælaspjöldin vísuðu í austur og vestur.

Vinstriflokkarnir verða að leita að nýjum skandal til að sameinast um. Þeir geta reitt sig á aðstoð RÚV að finna pólitískan samnefnara.

 


mbl.is „Raddir fólksins“ á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki hef ég nú skoðað þetta mál rækilega, en hvaða ráðherra staðfesti "uppreist æru" þessa manns fyrir sjö árum?

Hörður Þormar, 24.9.2017 kl. 10:24

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Okkur er daglega boðið upp á tvöfalt siðferði vinstrimanna; tjaldhælanauðgun Lillendahl, Panamaskjöl Þorsteinsson og kynferðisofbeldi Svansson svo fátt eitt sé nefnt. Allt fólk sem er mikils metið í vinstri kreðsum. Svo tryllist þetta sama fólk þegar farið er að stjórnsýslureglum af því það fær ekki tafarlausan aðgang að persónuupplýsingum.

Jóhönnustjórnin veitti uppreist æru og hreyfði ekki við þessum gömlu lögum. Kannski eru vinstrimenn sárastir yfir því að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem að endingu rauf hefðina.

Það getur verið erfitt að missa glæpinn.

Ragnhildur Kolka, 24.9.2017 kl. 11:17

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Man ekki eftir eins einbeittum manni að berjast fyrir hag almennings í landinu og SDG.

Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir og áhugavert að sjá hvernig þjóðin bregst við.

Kristinn Bjarnason, 24.9.2017 kl. 16:37

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það hefur enginn vilji verið hjá RÚV að heygja baráttu um birtingu gagna, hrungagna sem Jóhönnustjórnin setti 100 ára þögn yfir. 

Ég hefði haldið að það væri fræðandi og uppbyggilegar upplýsingar til nærframtíðar.

Eggert Guðmundsson, 24.9.2017 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband