Foringinn þakkar samstarfið, nýjar áskoranir bíða

Flokkseigendafélagið í Framsókn flæmdi úr flokknum manninn sem gerði Framsókn að stærsta stjórnmálafli landsins. Ekki aðeins er Sigmundur Davíð merkilegasti formaður Framsóknarflokksins síðustu áratugi heldur er hann aðalhöfundur að samningum við þrotabú hrunbankanna sem gerði þjóðinni kleift að byggja upp efnahagskerfið eftir hrun.

Að öðrum ólöstuðum er Sigmundur Davíð bjargvættur ríkissjóðs og fjárhags heimilanna eftir hrun. Hann var búinn að vinna sér inn lífstíðarábúð sem formaður Framsóknarflokksins.

En flokkseigendur Framsóknar töldu foringjann ekki skaffa nógu greiðan aðgang að opinberum gæðum og felldu hann. Flokkseigendur hugsa í bitlingum, foringjar gæta þjóðarhags.

Og nú þakkar foringinn samstarfið, axlar sín skinn og heldur á vit nýrra pólitískra ævintýra. Allir góðir menn hljóta að óska Sigmundi Davíð velfarnaðar.


mbl.is Sigmundur Davíð hættir í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já góðan daginn! Bestu hamingju óskir; strákarnir mynda aftur rammíslenska ríkisstjórn eilítið breytta en nú á
         Þingvöllum. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2017 kl. 13:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jamm, sagan um hinn íslenska Don Kíkóti heldur áfram.  Í fyrsta kafla var lagt til atlögu við erlendu hrægammana en nú skal sjálft fjöreggið sótt í greipar svikaranna í Framsóknarflokki Sigurðar Inga.

Við lesum síðan allt um þessi ótrúlegu ævintýr hér á blogginu hans Páls cool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.9.2017 kl. 16:12

3 Smámynd: Hörður Þormar

Geta Sigmundur Davíð og Flokkur fólksins ekki átt samleið?

Hörður Þormar, 24.9.2017 kl. 16:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu Hörður,báðum er þeim mikið í mun að rétta hlut íslands og íslenskra fjölskildna af hugsjón.Svo lengi sem þau keppa ekki um orðu fyrir framtakið sem ég trúi að sé fölskvalaust,geta þau saman staðið gegn áróðus uppákomum.-(fréttir)!

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2017 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband