Mánudagur, 18. september 2017
Birgitta: ný stjórnarskrá til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn
Píratar vilja ekki nýja stjórnarskrá til að bæta grunnlög lýðveldisins heldur til að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. Birgitta þingflokksformaður Pírata tekur af allan vafa:
Birgitta bendir jafnframt á að þeir sem halda að Sjálfstæðisflokkurinn veikist mikið til langtíma verði fyrir allmiklum vonbrigðum. Mér finnst það reyndar absúrd hve stjórnmál hérlendis snúast mikið um að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum með sömu aðferðinni áratugum saman. Eina leiðin til að koma þeim flokki frá sé að breyta stjórnskipan og regluverki.
Sjálfstæðisflokkurinn situr við sama borð og allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins. En nær betri árangri. Almenningur kýs Sjálfstæðisflokkinn umfram aðra flokka af frjálsum vilja í almennum kosningum.
En Píratar vilja sem sagt breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið Sjálfstæðisflokkinn. Og það kalla Píratar lýðræði.
Birgitta vill ekki kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Almenningur kýs Sjálfstæðisflokkinn umfram aðra flokka af frjálsum vilja í almennum kosningum."
Þetta er einfaldlega röng fullyrðing. Greining hefur leitt í ljós að kjósendur flokksins eru flestir úr eldri aldursflokkum þjóðarinnar. Vitandi þetta þá hefur kosningataktík flokksins nær undantekningarlaust byggst upp af hræðsluáróðri!
Gjörsamlega siðlausum og óþörfum hræðsluáróðri um að allt fari til andskotans ef Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki að stjórn landsins. Á þessu er hamrað í sífellu og þetta virkar á 25% veiklunduðustu kjósendurna.
Þetta er alvarlegt mál og ætti að taka á með siðareglum fyrir flokkana. Almenningur hefur við nóg að kljást þótt hann sé ekki heilaþveginn með siðlausum hræðsluáróðri valdasjúkra sérhagsmunaseggja og fótgönguliða þeirra
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2017 kl. 10:37
Jóhannes, þú getur varla mótmælt því að allir flokkar sitja við sama borð þegar kemur að möguleikum þeirra að kynna málefni sín kjósendum og falast eftir atkvæðum þeirra.
Þú segir að þeir ,,veiklunduðustu" kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Eigum við þá að takamarka kosningaréttinn við þá ,,sterkustu á geði"? Og, með leyfi, hverjir eru þeir?
Páll Vilhjálmsson, 18.9.2017 kl. 10:59
Segjum frekar að þeir flokkar sem þyggja rausnarleg fjárframlög úr sameiginlegum sjóð landsmanna ættu að sitja við sama borð. Aðrir gera það augljóslega ekki. :ar fyrir utan þá þarf náttúrulega RUV að samþykkja framboðin og málefnaskrá kosningabaráttunnar
Þetta með hræðsluáróðurinn hefur ekkert með takmörkun á kosningarétti að gera. Enda setur þú það bara fram til að gera lítið úr gagnrýninni. En mundu að hræðsluáróður getur líka snúist upp í allt annað og verra ástand ef heil þjóð er hrædd nógu mikið og nógu oft.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2017 kl. 11:25
Flestar vestrænar þjóðir kenna sig við lýðræði og þorri þeirra í meginatriðum undir því.
Margvíslegar reglur eru settar t.d. um fjárstuðning við stjórnmálaflokka og hvað framboð þarf að fá mikið fylgi til að eignast fulltrúa á þjóðþingi.
En sameiginlegt meginreglum um kosningar í lýðræðisríkjum er að þær gæta jafnræðis milli framboða annars vegar og hins vegar að allur almenningur er með kosningarétt.
Ekki er hægt að koma auga á lög eða reglur hér á landi sem ekki standast skoðun um lýðræðislegar kosningar.
Páll Vilhjálmsson, 18.9.2017 kl. 11:37
Nei, Páll, Sjálfstæðisflokkurinn situr EKKI við sama borð og allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins. Hann þiggur á hverjum fjórum árum yfir 300 milljónir króna úr ríkissjóði (frá hverjum skattgreiðanda) til rekstur síns áróðursapparats, skrifstofu sinnar og erindreka um allt land. Aðstöðumunur hans og t.d. Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem hefur ENGAR ríkistekjur, er algjör að þessu leyti.
En þetta nægir ekki Sjálfstæðisflokknum. Það var HANN sérstaklega sem kom því í gegn í kjördæmanefnd um síðustu aldamót, að eitt lögsagnar-umdæmi, Reykjavík, var klofið í sundur í TVÖ kjördæmi. Þá nægir hverju framboði ekki að fá um 1/22 atkvæða Reykvíkinga í þingkosningum til að fá 1. kjördæmakjörinn mann, heldur þarf að fá 1/11 atkvæða í öðru hvoru eða báðum kjördæmunum til að fá yfirleitt nokkurn mann kosinn þar. Tilgangur Sjálfstæðisflokksins með tiltæki þessu er augljós og er EKKI til að styrkja raunverulegt lýðræði. Aðferð hans er gamla reglan Rómverjanna: að deila og drottna.
Sjá nánar hér um fleiri mjög alvarlega hrökra á okkar kosningakerfi: Forseti Íslands, láttu ekki undan Bjarna Ben. og félögum sem vilja njóta veldis síns og forskots á smærri flokka --- sem og fleiri fyrri greinar mínar um málið.
Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 12:22
Lögmætt sjónarmið, Jón Valur. Á hinn bóginn er eðlilegt að reglur um fjárstuðning hins opinbera til stjórnmálaflokka taki mið af fylgi þeirra meðal kjósenda.
Flokkar með 2,5 prósent fylgi og upp úr fá peninga frá ríkinu.
Mér finnst reyndar vafamál hvort yfir höfuð ríkið ætti að leggja stjórnmálaöflum fjármuni. En það er önnur umræða.
Ég man ekki til þess að skipting Rvík í tvö kjördæmi sé í þágu Sjálfstæðisflokksins. Ef svo væri myndu önnur stjórnmálaöfl vilja breyta fyrirkomulaginu.
Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir allt ekki nema með um 30 prósent fylgi. Hann er stærsti flokkurinn en hvergi nærri einráður.
Páll Vilhjálmsson, 18.9.2017 kl. 12:46
Ef menn eru nógu kaldhæðnir geta þeir fundið nokkurt skemmtanagildi í Birgittu, en þessi yfirlýsing hennar sýnir að ekki stígur hún í vitið
Ragnhildur Kolka, 18.9.2017 kl. 13:07
Tek undir með Ragnhildi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.9.2017 kl. 18:13
Þakka þér svarið, Páll.
En það kom fram í útvarpsviðtali við fulltrúa Kvennalistans í kjördæma- og kosningalaganefnd, að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því að samþykkja jöfnun atkvæðavægis fyrir aldamótin nema hinir flokkarnir samþykktu skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi. Sökin er Sjálfstæðisflokks, sem vill hér deila og drottna og var þó með yfirburðaaðstöðu fyrir!
Gott er, við núverandi aðstæður, að flokkar með minnst 2,5% atkvæða í síðustu kosningum fái ríkisstyrk, en ekkert væri rangt við að um 1,5% (um 3.000 atkvæði?) dygðu til þess.
Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 19:54
Eftir meira en sólahrings bilun Iternets er forvitnilegt að kíkja á færslur hér.
Það er að minnsta kosti rangt hjá þér Jóhann Laxdal,að yfirburðir Sjálfsstæðisflokksins byggist á hræðslutaktík þeirra; sem hlýtur þá að beinast að eldri borgurum.-En nei- Þeir sem voru e.t.v.rótækir ungir hafa öðlast vit til að greina hvað er íslandi fyrir bestu....Og veistu að það helgast af óumræðilegum kærleika á ungum borgurum, eða hvað ætti að hræða meira en að sjá þá verða rótækum einræðisöflum að bráð? (gæti kallast annað).
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2017 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.