Sóley í Vinstri grænum: KR-ingar barnaníðingar

Vinstri grænir ætla að keyra á barnaníði í kosningabaráttunni ef marka má færslu Sóleyjar Tómasdóttur fyrrum borgarfulltrúa flokksins. Hún skrifar:

Prinsippmennirnir í KR eru að hugsa um að hætta að spila í Hensongöllum. Nauðgarinn getur varla hugsað sér að versla við mann sem skrifaði meðmæli með barnaníðingi.

Með færslunni deilir hún frétt Stundarinnar um körfuboltamann úr KR sem fékk uppreisn æru eftir dóm fyrir kynferðisbrot.

Smári McCarty Pírati og stærðfræðingur lætur ekki sitt eftir liggja. Hann segir Ísland sitja uppi með Jimmy Savile-mál. Savile er þekktasti barnaníðingur Bretlands.

Framboðið af ásökunum um að þjóðin sé helsta miðstöð barnaníðinga á vesturlöndum sýnir glöggt hve vinstrimenn eru stoltir af öllu því sem íslenskt er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ógeðfelldur málflutningur hjá Sóleyju og Smára.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.9.2017 kl. 12:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hún er líka að láta að því liggja að KR og Sjálfstæðisflokkurinn sé það sama. Ég er búinn að fá mörg skeyti frá kommatittu og geðsjúklingum um að ég og Sjálfstæðisflokkruinn seúm í raun barnaníðingar og glæpahyski. Það er tónninn sem visntraliðið ætlar að slá í kosningabaráttunni. Sóley er bara svona dæmiget eintak af tegundinni.

Halldór Jónsson, 17.9.2017 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband