Laugardagur, 16. september 2017
Stóryrði Guðna Th. flýttu falli stjórnarinnar
Guðni Th. forseti þjónaði lýðveldinu illa þegar hann talaði eins og samfélagsmiðill við setningu alþingis fyrir fjórum dögum. Upphrópanir á borð við
Engu skiptir þó stuðst hafi verið við lög
og
Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.
töluðu beint til hávaðafólksins sem leitaði að ástæðu til að sprengja ríkisstjórnina. Það skiptir máli hvernig maður talar sem forseti.
Fræðimannsblók í háskóla getur leyft sér glennur á opinberum vettvangi. Ekki forseti.
Kallaði ekki eftir nýrri stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðni á töluvert ólært.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2017 kl. 15:06
Ósköp held ég að þjóðfélag þar sem lagahyggja ræður öllu, væri nöturlegt þjóðfélag. Einu sinni var sagt: "svona gera menn ekki" og allir létu sér vel líka.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2017 kl. 15:51
Já takk, við almúginn værum nú aldeilis í góðum málum ef lagahyggjan verður sett útí horn. Skattalögin fyrst af öllum útí hornið...
Kolbrún Hilmars, 16.9.2017 kl. 18:41
Þetta er orðið ansi huggulegt að fella stjornir í dag. Nú þarf ekki að drattast lengur niður á austurvöll til þess. Sófabylting á feisbúkk gerir sama gagn. Virkir í athugasemdum fara með völdin.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2017 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.