Mánudagur, 11. september 2017
Stjórnvald útifunda og undirskrifta
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins harmar að ríkisstjórninni ,,virðist vera sama um undirskriftalista og útifundi" og óskar sér að ríkisvaldið sniðgangi lög og reglur í afgreiðslu mála.
Stjórnvald útifunda og undirskriftarlista er orðalag yfir múgræði. Það fæli í sér að dyntir og tiktúrur, sem fá nægilegt fylgi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðum, ryðji í burt lögum og reglum.
Vitanlega er það ekki tilviljun að vinstrimenn vilja ólmir múgræði í stað lýðræðis. Það er leið þeirra til valda, að sniðganga lög og reglur.
Athugasemdir
Páll minn, nú ertu eins og endranær úti að aka. Í því máli sem leiðiarinn fjallar um er akkúrat ENGINN að krefjast þess að stjórnvöld sniðgangi lög og reglur.
Skeggi Skaftason, 11.9.2017 kl. 13:30
Þetta er kallað "mjúkur" anarkismi, því menn vilja ekki tapa neinu af sínu en ráðskast af geðþótta með annarra líf.
Ragnhildur Kolka, 12.9.2017 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.