ESB stöðvar gerviflóttamenn á flugvöllum

Nær engir platflóttamenn koma til ESB-ríkja með flugvélum. Evrópusambandið er með í gildi reglur sem kveða á um að flugfélög beri ábyrgð á ferðaheimildum farþega sinna. Af því leiðir koma flóttamenn, hvort heldur þykjustuflóttamenn eða raunverulegir, ekki til Evrópu í flugvélum.

Allir flóttamenn til Íslands koma með flugvélum. Við eigum að nota sömu reglur og ESB til að koma í veg fyrir flóttamannastrauminn til Íslands.

Flóttamenn ættu að geta óskað hælis á Íslandi með umsókn til sendiráða Íslands eða beint til Útlendingastofu. Þeir sem yrðu samþykktir fengju ferðaheimildir og kæmu til landsins.

Þetta væri mannúðlegasta aðferðin í viðtöku flóttamanna og um leið skilvirk og ódýr.

En þeir sem græða á flóttamönnum, bæði beint með fjárhagslegum hagnaði, og ekki síður hinir sem nota flóttamenn í pólitískum tilgangi vilja auðvitað búa til mannlegan harmleik úr sérhverjum flóttamanni. Þannig verður til hagnaður, bæði fjárhagslegur og pólitískur.


mbl.is „Við munum ekki gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það yrði stórkostlegt atvinnuleysi lögfræðinga og annara, kemur ekki til mála. Bara Rauði eyðslu Krossinn þyrfti að segja upp 17 lögfræðingum og öðrum peningasugum í þeirri peningaklíku.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.9.2017 kl. 01:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér segir svo hugur að stærsti hluti þess fjár sem rennur til innflytjenda/hælis/flóttamanna mála fari í vasa þeirra sem skapað hafa sér atvinnu af því að viðhalda straumnum.

Ragnhildur Kolka, 9.9.2017 kl. 12:43

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ragnhildur, ég held að það sjái allt heilbrygt fólk að þú hefur rétt fyrir þér.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.9.2017 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband