Fimmtudagur, 7. september 2017
EES-samningur er dauður, spurning um jarðaförina
EES-samningurinn var til að aðlaga ríki að inngöngu í Evrópusambandið. Löndin 3 með EES-samning við ESB eru Noregur, smáríkið Ísland og örríkið Lichtenstein. Ekkert þeirra er á leið inn í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.
Stórveldið Bretland ætlar ekki inn í EES-samninginn eftir úrsögn úr ESB, Brexit. Bretar munu gera samning við ESB um samskiptin eftir Brexit. Sá samningur verður betri fyrir Ísland og Noreg en EES-samningurinn, sem afsalar hluta fullveldisins til Brussel.
Ábyrgir stjórnmálaflokkar á Íslandi, þ.e. allir nema vinstriflokkarnir, verða að móta stefnu um hvað taki við eftir EES.
Vilja fríverslun í stað EES-samningsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ha, Viðreisn?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 7.9.2017 kl. 22:46
Svona skrifa bara þeir sem hafa enga þekkingu á út á hvað EES gengur.
Ísland hefur alla hagsmuni af því að hafa þennan samning, skiptir ESB löndin nánast engu máli og flest þeirra yrðu ekki vör við að hann hyrfi. En Ísland væri statt á sérkennilegum stað.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.9.2017 kl. 08:46
J I C !
Ég bið þess að Guð almáttugur fáist til að svara bænum okkar sem lesa furðuskrif þín, sem þú setur kinnroðalaust fram með reglubundnu millibili,þannig að hann gefi þér anda vitsmuna og þekkingar svo þessum furðuskrifum linni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.9.2017 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.