Kristni, trúarseigla og veraldarhyggja

500 ár eru síđan Marteinn Lúter mótmćlti sölu kalţólsku kirkjunnar á syndaaflausn. Hreyfingin sem munkurinn Lúter hratt úr vör klauf kaţólsku kirkjuna og Evrópu. Í norđri urđu til ţjóđkirkjur mótmćlenda en páfinn hélt velli í Suđur-Evrópu.

Uppgjöriđ var blóđugt. Jafnvel á litla fjarlćga Íslandi. Síđasti kaţólski biskupinn, Jón Arason, var ásamt tveim sonum sínum tekinn af lífi án dóms og laga 1550. Íslendingar, einkum Norđlendingar, hefndu međ ţví ađ útrýma dönsku yfirvald í hjálendunni. Í Evrópu geisađi trúarstríđ á 16. öld. Ágsborgarfriđurinn um miđja öldina, um ađ fursti réđi trú ţegna sinna, var ađeins tímabundinn. Í ţrjátíu ára stíđinu 1618-1648 stríddu kaţólikkar og mótmćlendur og lögđu heimaland Lúters, Ţýskaland, í rúst.

Vesturlönd tileinkuđu sér síđar, eftir frönsku byltinguna, veraldarhyggju sem gerđi trúmál ađ einkamáli einstaklingsins. Trúarseiglan lét ţó ekki ađ sér hćđa. Lengi vildu hvorki kaţólikkar né mótmćlendur giftast innbyrđis.

En nú er svo komiđ ađ fćstir kaţólikkar og mótmćlendur í Evrópu hvorki biđja daglega né fara reglulega til guđsţjónustu. Og kaţólikkum og mótmćlendum er orđiđ slétt sama um trúmál ţegar giftingar komast á dagskrá. Í rannsókn, sem Guardian segir frá, er stór meirihluti í Evrópu hlutlaus ţegar kaţólikkar og mótmćlendur mćgjast.

Ólík afstađa til náđar guđs ađgreindi kaţólikka og mótmćlendur. Ţeir fyrrnefndu töldu góđverk og trú lykilinn ađ guđsnáđ á međan fylgismenn Lúters töldu trúna eina nćgja.

Samkvćmt könnuninn, sem áđur er vísađ til, er meirihluti kristinna, ţ.e. kaţólikka og mótmćlenda, sannfćrđur um ađ trú og góđverk ţurfi til frelsunar. Frćndur okkar Norđmenn eru ţeir einu sem halda í lútersku kennisetninguna um ađ trúin ein leiđi til frelsunar.

Í sögulegu samhengi eru Norđmenn íhaldssamari en Íslendingar í trúmálum. Viđ tókum kristni međ friđi og spekt á einum fundi á alţingi áriđ ţúsund. Norđmenn drápu sinn konung, Ólaf helga Haraldsson, á Stikastöđum 30 árum seinna. Hann ţótti ganga full rösklega fram í ađ kristna heiđna Norđmenn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband