Krónan setur Ísland í 1. sæti á heimslista

Engin þjóð stendur sig betur en Íslendingar í efnahagsmálum og almennri velferð, samkvæmt Positive Economy Index 2017. Án sjálfstæðs gjaldmiðils, krónunnar, væri þessi árangur ekki mögulegur.

Með krónuna sem verkfæri tókst að taka skellinn, sem hlaust af hruninu, án fjöldaatvinnuleysis og stórfelldrar skerðingar á opinberri þjónustu. Krónan jafnaði byrðinni. Þegar hagvöxtur jókst styrktist kaupmáttur allra landsmanna - krónan sá til þess með hækkandi gengi.

Krónan tekur mið af íslensku hagsveiflunni. Enginn annar gjaldmiðill gerir það. Þrátt fyrir það eru þeir til sem vilja farga krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Slík ráðstöfun myndi auka ójöfnuð og leiða til harkalegri aðlögunar þegar hagkerfið tekur breytingum. Og hagkerfi eru eins og veðrið, síkvikt og ófyrirsjáanlegt.

 

 


mbl.is Efst á lista yfir efnahagslegan árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

er þessi bati ekki vegna þess að við erum búinað borga lánið til AGS ? annars er allt komið í sama horf og 2007, allt þanið í botn. og það er búið að vera langtíma atvinnuleysi mörg ár eftir hrun, og má rekja fjölgun inni hjá TR til þessa. 

svo er ísland með verð minnsta gjaldmiðil af öllum norðurlöndum, sirka 10 kr verðminni. varla sterkur gjaldmiðill.

GunniS, 2.9.2017 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband