Píratar hjóla í Guðna Th.

Guðni Th. forseti þurfti ekki frekar en hann vildi skrifa undir, og löggilda þar með, uppreisn æru kynferðisbrotamanns. Á þessa leið er greining Svans Kristjánssonar fyrrv. prófessors í Háskóla Íslands í Fréttablaðinu.

Svanur var kosningastjóri Pírata og er faðir borgarfulltrúa Pírata.

Píratar telja sig eiga hlut í forsetaembætti Guðna Th. Hann fékk kosningu á meðan Píratar voru með 30 til 40 prósent fylgi í skoðanakönnunum og nýbúnir að fella sitjandi ríkisstjórn, í góðu samtarfi við RÚV.

Píratar vildu innleysa stöðutöku með Guðna Th. þegar kom að útdeilingu dómaraembætta í landsrétt. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata vildi að forsetinn hlutaðist til um að skipun dómsmálaráðherra næði ekki fram að ganga.

Guðni Th. hóf sérstaka rannsókn á embættisfærslu dómsmálaráðherra, og reyndi þannig að koma til móts við Pírata, og skaut sjálfan sig í fótinn í leiðinni. En hann gerði ekkert meira og það fannst Pírötum ekki nóg.

Píratar freista þess að gera reglur um uppreisn æru að stórmáli og boða þingmál í því skyni. Í leiðinni þykir þeim ekki verra að gjalda Guðna Th. rauðan belg fyrir gráan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt stjórnarskránni ber forsetinn ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum. 

Hann getur þó vísað lögum í þjóðaratkvæði. Til þess að það sé hægt verða lögin að hafa verið samþykkt. 

Og strangt tekið, ber forsetinn ekki beina ábyrgð á þeirri stjórnarathöfn kjósenda að samþykkja lög. Þau taka gildi án þess að hann geti breytt því. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2017 kl. 21:57

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að hann hefði neitað að skrifa undir; hefði það ekki kallað á þjóðaratkvæðagreiðslu?

Jón Þórhallsson, 1.9.2017 kl. 22:00

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Undirskrift forseta á "uppreist æru pappíra" ráðuneytisins fól ekki í sér lagasetningu heldur viðurkenningu á gildandi lögum. Erfitt að sjá hvernig forseti gæti sent það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ráðherra hefur hafið vinnu við eina rökrétta viðbragðið við stöðunni sem upp er komin. Fella ákvæðið úr gildi og síðan lata siðareglum fagfélaga eftir að ákveða hvort þau vilja hafa svona einstaklinga innan sinna vébanda.

Ragnhildur Kolka, 2.9.2017 kl. 10:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ákvæði 26. gr. stjórnarskrár um þjóðaratkvæðagreiðslu á aðeins við ef forseti neitar að skrifa undir lög sem Alþingi hefur samþykkt. Hún kemur ekki til álita við skipan dómara eða uppreist æru.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband