Föstudagur, 1. september 2017
Sársaukinn í tilverunni
Við þolum verr sársauka en áður, líklega vegna þess að minna er af honum. Í grimmu samfélagi fyrri alda var talað um að menn væru ,,barnsárir" ef þeir leyfðu sér að syrgja látin börn um of.
Erfitt er að ímynda sér meiri sársauka foreldris en að missa barnið sitt. Það snýr tilverunni á hvolf. Okkur finnst að börn eigi að lifa foreldrana. Það er rétt skipan mála.
Aukin næmni á sársauka er önnur afleiðing af litlu framboði. Unglingar í sárum eftir misheppnaða hvolpaást þurfa núna aðstoð sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki framför.
Sársauki og þjáningar í víðu samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ofverndun barna er varhugaverð. Það er einmitt vegna sársaukans sem börn þroskast til manns.
Ragnhildur Kolka, 1.9.2017 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.