Guðlaugur vísar á Urði í EES-svindli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill ekki veita norsku dagblaði upplýsingar um vitneskju sína um svindl með styrki sem EES-þjóðirnar veita fátækum ríkjum í Evrópusambandinu. Guðlaugur lætur Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins um að bíta af sér norsku blaðamennina.

Dagbladet í Noregi afhjúpar stórfellt svindl með styrki sem EES-þjóðirnar Ísland, en þó mest Noregur, borga til fátækari ríkja Evrópusambandsins í staðinn fyrir markaðsaðgang.

Ísland situr á upplýsingum um styrkina en vill sem minnst blanda sér í málið. Þess vegna vísar Guðlaugur á Urði, sem neitar þeim norsku um upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband