Laugardagur, 26. ágúst 2017
BBC útskýrir vinsældir Trump: menningarreiði
Milli 35 til 40 prósent Bandaríkjamanna styðja Trump forseta algjörlega óháð því hvort hann nái fram nokkrum stefnumálum sínum eða ekki. Trump sameinar þá sem eru menningarlega á móti pólitísku elítunni í Washington, fjölskylduveldum Bush-ara og Clinton-hjónanna og ekki síst fjölmiðlum, sem eru frjálslyndir og alþjóðavæddir.
Þetta er kjarninn í greiningu Katty Kay á BBC. Stuðningsmenn Trump horfa með hryllingi á vandalisma frjálslyndra og vinstrimanna, sem rífa niður opinber minnismerki, er staðið hafa í kynslóðir, með rökum pólitískrar tækifærismennsku.
Trump þekkir sitt heimafólk og talar til íhaldsmanna sem eru langþreyttir á pólitískum rétttrúnaði og þeim yfirgangi sem fylgir, t.d. að söguleg minnismerki eru fjarlægð. Þegar baráttan stendur um sjálfsmynd bandarísku þjóðarinnar verða efnahagsmál hjóm eitt.
35 til 40 prósent fylgi er ekki nóg til að sigra forsetakosningar. En reynslan sýnir að pólitíski rétttrúnaðurinn er sundurlaus þegar á hólminn er komið. Hillary Clinton tapaði forsetakosningunum vegna þess að aðrir vinstriframbjóðendur tóku til sín atkvæði.
Hugleiðir að fjarlægja styttuna af Kólumbusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.