Mánudagur, 21. ágúst 2017
RÚV gerir grýlu úr Hjörleifi
Hjörleifur Guttormsson segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við RÚV. Í grein í Morgunblaðinu í dag rekur Hjörleifur aðsúg sem RÚV gerir að honum vegna athugasemda sem hann gerði um vegglistaverk.
Hjörleifur er nágranni Sjávarútvegshússins. Gafl hússins var nýlega skreyttur stórri mynd af sjómanni. Hjörleifur sendi athugasemdir til borgarinnar, rétt eins og hver annar almennur borgari, og spurði um lög og reglur borgarinnar um verk af þessu tagi.
Í meðförum RÚV var Hjörleifur gerður að skúrki sem amaðist við listaverkum. Tölvupóstar voru birtir til að sýna Hjörleif í sem neikvæðustu ljósi.
RÚV stundar reglulega aðgerðafréttamennsku af þessu tagi og er það miður. Vandaðir fjölmiðlar hanna ekki fréttir heldur segja þær.
Athugasemdir
Fantafín og rökföst grein Hjörleifs um málið í Morgunblaðinu í dag. Dregur fram upplausnina sem ríkir hjá Reykjavíkurborg og subbuskapinn sem RÚV og Fréttablaðið kalla fréttaflutning.
Ragnhildur Kolka, 21.8.2017 kl. 13:39
Ég þekki ekkert til ríkisútvarpssins, en ég hef það á tilfinningunni, að sterk og samheldin klíka ráði þar ríkjum.
Hörður Þormar, 21.8.2017 kl. 13:40
Ríkisútvarpið misbeitir valdi sínu (og margra milljarða meðgjöf úr vösum skattborgara), það er ekkert nýtt og er reglulegt umkvörtunarefni, t.d. á sérstökum Facebókarsíðum sem halda uppi eftirliti með hlutdrægni og meintu hlutleysi Rúv.
Ráðamenn okkar í síðustu og þessari ríkisstjórn eru nefbeinslausir gagnvart fyrirbærinu og horfa jafnvel aðgerðarlausir upp á það hvernig Rúvið, með allt sitt óverðskuldaða forskot á auglýsingamarkaði, hefur verið að heyja þar nýjar lendur á síðasta misseri eða lengur.
En þar á undan var Rúvið einn öflugasti stuðningsaðili Jóhönnustjórnar og Icesave- og ESB-landráðastefnu hennar. Nú er það mest í að skíta út Trump forseta, en er svo þess á milli með aðkast að einstaklingum eins og Hjörleifi, sem hafði a.m.k. í þetta sinn ekkert til saka unnið!
Jón Valur Jensson, 21.8.2017 kl. 14:29
Sannarlega góð og tímabær grein hjá Birni Bjarnasyni þessi: http://www.bjorn.is/dagbok/nr/8477 = Varðstaða [Rúvara] um gamla tækni
Jón Valur Jensson, 21.8.2017 kl. 15:14
Ríkisútvarpið er flokkað sem einn liðurinn í almannavarnakerfi ríkisins og þess vegna er afsökunin að þvinga upp á landsmenn dagskrá þess, með góðu eða íllu.
Nú er alveg morgunljóst, að tæknilega er langt síðan hægt var að senda út á öllum hinum útvarpsstöðvum líka, ef til hamfara kemur af einhverjum toga. Öryggisrökin voru þar með fallin löngu áður en nefskatturinn kom til hjá Alþingi.
Ekki mun ég að leggja til að RÚV verði selt eða lagt niður. Ég legg hins vegar til að allur fréttaflutningur verði lagður af, þar sem margsannað er að metnaður og geta fara ekki saman í hlutleysi RÚV. Í stað frétta og fréttatengds efnis verði farið í metnaðarfulla þáttagerð og í að framleiða myndefni eftir íslenska höfunda, lifandi og látna.
Þá mun ég glaður greiða minn nefskatt.
Benedikt V. Warén, 21.8.2017 kl. 15:29
Athyglisverður Benedikt!
Jón Valur Jensson, 21.8.2017 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.